Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttaskot 2.7.15

Akureyri valinn topp áfangstaður í Evrópu í sumar af Lonely Planet Lonely Planet valdi Akureyri sem topp áfangastað í Evrópu í sumar. Með því að velja Akureyri er verið að vísa í allt það sem er hér í boði og nær umhverfi Akureyrar spilar þar stóran hluta. Náttúruperlur í allar áttir, þjónusta og menning gera það að verkum að svona viðurkenning hlotnast. Til hamingju allir á Norðurlandi sem hafa tekið að sér að gera svæðið að topp áfangastað.
Local Food Festival
Local Food Festival

Akureyri valinn topp áfangstaður í Evrópu í sumar af Lonely Planet

Lonely Planet valdi Akureyri sem topp áfangastað í Evrópu í sumar. Með því að velja Akureyri er verið að vísa í allt það sem er hér í boði og nær umhverfi  Akureyrar spilar þar stóran hluta. Náttúruperlur í allar áttir, þjónusta og menning gera það að verkum að svona viðurkenning hlotnast. Til hamingju allir á Norðurlandi sem hafa tekið að sér að gera svæðið að topp áfangastað.

Mikið hefur verið lagt í að koma þessum skilaboðum á framfæri, Íslandsstofa sendi út rafrænar fréttatilkynningar, Icelandair hefur lagt til við að koma skilaboðunum á framfæri MN hefur lagt mikið upp úr því að allir nýti sér þetta tækifæri og hjálpist að við að dreifa boðskapnum sem víðast og er sú vinna réttað byrja.

http://www.northiceland.is/en/moya/news/lonelyplanet

Holuhraun í sumar

Nú í sumar verður hægt að fara upp að nýja Holuhrauni. Nú þegar er fært að aka frá Dreka við Öskju til suðurs og að norðurenda hraunsins við Svartá. Þar er mjög flott að koma að hrauninu og hægt að komast alveg að því þar. Mögulega verður útbúin mjög stutt gönguleið inn á hraunið þar bráðlega, en hraunið er mjög illfært þarna.

Fljótlega mun einnig vera opnaður vegurinn áfram suður að vesturkanti hraunsins þar sem núverandi vegur hverfur undir hraunið. Þar nálægt er verið að stika gönguleið inn á hraunið sem auðvelt verður að komast að. Þessi leið opnast væntanlega fljótlega, en best er að fylgjast með tilkynningum frá Vatnajökulsþjóðgarði varðandi opnun á þessum leiðum. Mikilvægt er að ferðamenn fylgi merktum gönguleiðum um hraunið. Ekki verður hægt að komast að aðalgígnum í hrauninu nú í sumar vegna vatnssöfnunar í kringum hraunið og vegna þess hversu erfitt hraunið er yfirferðar.

Að lokum er rétt að minna á að þessar leiðir eru jeppa-vegir eins og aðrar leiðir á þessu svæði, og eru ekki fyrir fólksbíla og litla jepplinga. Nokkrir ferðaskipuleggjendur bjóða leiðsagðar ferðir í Öskju og Holuhraun og mælum við með að nýta sér slíka þjónustu fremur en að fara af stað á vanbúnum ökutækjum.

Þýskir agentar 18. Júní 2015

Þann 18. Júní komu í heimsókn til okkar fulltrúar fimm þýskra ferðaskrifstofa ásamt fulltrúum Air Berlin flugfélagsins. Þessum aðilum var boðið hingað til að kynna sér aðstæður á Norðurlandi og komast í samband við ferðaþjónustuaðila hér á svæðinu á vinnustofu sem haldin var samhliða heimsókninni. Heimsóknin heppnaðist vel, gestirnir voru ánægðir með móttökurnar og heimaaðilar náðu margir góðum samböndum. Samstarfsaðilar geta óskað eftir tengiliða upplýsingum frá aðilunum sem sóttu okkur heim.

Maturinn

Nú er vinna í fullum gangi við Maturinn 2015. Áður hafa verið sendar út frekari upplýsingar um Maturinn og ósk um þátttöku fyrritækja á öllu svæðinu. Við erum nú að vinna að veflausn þar sem allir sem bjóða uppá matseðla, viðburði eða annað tengt hátíðinni verða settir inn á kort. Ef einhver á eftir að skila inn sínu varðandi hátíðina og vill vera með þá væri gott að fara fá þær upplýsingar, það er nóg að senda ef fólk ætlar að vera með og þá hverskyns viðburð á netfangið info@nordurland.is með heitinu maturinn í subject línunni.