Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttaskot 31.3.15

Ski Iceland Markaðsstofan hefur stýrt verkefni með skíðasvæðum Íslands sem staðsett eru á Norðurlandi undanfarin misseri. Samstarfið hefur gegnið vel og mikill erill var í skíðatengdri kynningu nú upp á síðkastið. Ski Iceland(www.skiiceland.is) klasinn tók þátt í Vestnorden, Mannamótum og Mid Atlantic.
Ski Iceland 5x5 ferð
Ski Iceland 5x5 ferð

Ski Iceland

Markaðsstofan hefur stýrt verkefni með skíðasvæðum Íslands sem staðsett eru á Norðurlandi undanfarin misseri. Samstarfið hefur gegnið vel og mikill erill var í skíðatengdri kynningu nú upp á síðkastið. Ski Iceland(www.skiiceland.is) klasinn tók þátt í Vestnorden, Mannamótum og Mid Atlantic. Þó nokkuð af blaðamönnum komu og skíðuðu á svæðinu, bæði blaðamenn sem komu gagngert til þess að upplifa okkar náttúru í gegnum skíði og aðrir sem laumuðust með og þótti gaman að. Skíðaferðin mikla tókst með eindæmum vel og í hana var vel mannað. Ferðaskrifstofur, flugfélög, veitingastaðir, gististaðir, sveitarstjórnar fólk og alþingismenn tóku þátt í ár. Hópurinn er samansettur af fólki sem getur tekið þátt í  að efla vetrarferðamennsku á svæðinu með því aðlaga sýna þjónustu að vörunni, tryggja grunngerð og stækka kökuna.

Skíðasvæðin bjóða upp á vöruna 5x5 Ski Pass og má sjá þá vöru hér www.skiiceland.is, við hvetjum alla til þess að upplýsa sína gesti um skíðamöguleika á svæðinu og 5x5 passinn gefur einstaklingum og hópum gott tækifæri á að skíða vel og lengi.

Hér má sjá myndir úr ferðinni http://www.nordurland.is/is/markadsstofan/myndir-af-innra-starfi/ski-iceland-5x5-fam-ferd-2015

Hér má sjá tengil á þátt sem Hringbraut gerði í samstarfi við Ski Iceland og MN http://www.hringbraut.is/sjonvarp/thaettir/atvinnulifid/atvinnulifid-1732015/ 

 

Iceland Winter Games er viðburður sem markaðsstofan hefur tekið þátt í frá byrjun og gaman er að sjá hvað sá viðburður er að eflast mikið þótt ungur sé. Í tengslum við viðburðinn þá tók MN í samstarfi við Icelandair og Inspired by Iceland landkynningarverkefni Íslandsstofu á móti blaðamönnum. Blaðamenn sem tóku þátt í ár voru meðal annars frá Noregi, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum og allir höfðu góða sögu með sér í fararteskinu þegar að viðburðinum lauk.

 

Blaðamenn

Blaðamenn voru þó nokkrir sem heimsóttu Norðurland í ár. Veðrið var fjölbreytt og það einkenndi margar ferðirnar og ekki þótti blaðamönnunum verra að upplifa Norðurland í allri sinni dýrð og fá smá veður upplifun í leiðinni. Hér fyrir neðan má sjá tengla á nokkrar góðar greinar.

 

http://lyx.se/norra-island-natur-kultur-mat/

http://rejseblokken.dk/foerste-gang-paa-ski/

http://ekstrabladet.dk/ferie/udland/magiske-nordisland/5446427

http://rejseblokken.dk/nordisland-aegte-vintereventyrland/

http://freeskier.com/stories/photo-gallery-reliving-2015-iceland-winter-games

 

 

Á næstunni

Flugklasinn Air 66N mun strax eftir páska sækja sýninguna Routes Europe sem er vettvangur áfangastaða og flugfélaga í Evrópu. Þetta er annað árið í röð sem klasinn fer með Akureyrarflugvelli á sýninguna en þar áður sótti klasinn sýninguna með Isavia.

 

Verkefnahópur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins varðandi stefnu og framtíðarsýn til lengri tíma og aðgerðaráætlun til styttri tíma í ferðaþjónustu hefur nú lokið sínum fundum á Norðurlandi og áætlar að kynna fyrstu niðurstöðum í maí.

 

Við minnum á að fréttir af innra stafi má finna hér http://www.nordurland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi og einnig á facebook síðu MN http://www.facebook.com/MarkadsstofaNordurlands

 

Gleðilega páska.