Fréttaskot - Mannamót og Trip Advisor námskeið MN 06.01.2017
Mannamót
Nú styttist í Mannamót og eru 184 fyrirtæki þegar skráð sem er að ná hámarkinu en skráningu lýkur 12. janúar. Norðlendingar verða fjölmennir að venju en 58 fyrirtæki eru þegar skráð sem er fjölgun enn eitt árið, frábært að sjá svona marga koma og nýta þetta tækifæri til að kynna þjónustu sína og efla tengslanetið!
Upplýsingar til sýnenda er að finna á þessari slóð http://www.markadsstofur.is/is/synendur en nú hafa bæst við tilboð í gistingu á Hótel Natura auk þess sem Oddi býður 30% afslátt af prentun til þátttakenda.
Ef einhver hefur enn hug á því að taka þátt í Mannamótum í ár þá þarf að hafa hraðar hendur.
Trip Avisor námskeið.
Trip Advisor heldur námskeið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi 11. Janúar klukkan 11:00. Námskeiðið er vefnámskeið sem mun fara fram á ensku með starfsmönnum Trip Advisor. Til þess að taka þátt í námskeiðinu þarf að skrá sig á þessum hlekk https://attendee.gotowebinar.com/register/3498968535703408644.
Námskeiðið er gott fyrir þá sem vilja kynna sér miðilinn og ná meiri árangri í gegnum hann. Námskeiðið er frítt.
Gögn fyrir Markaðsstofuna.
Við minnum á að MN geymir bæklinga og upplýsingar frá fyrirtækjum rafrænt. Við nýtum þessi gögn til þess að afhenda viðeigandi aðilum hverju sinni. Á öllum vinnusmiðjum sýningum sem MN sækir þá afhendir MN usb lykil með þessu efni. Gott væri að hafa efni hjá sem flestum samstarfsaðilum og senda má efnið á info@nordurland.is