Fréttaskot Markaðsstofu Norðurlands 28.1.2016
Mannamót markaðsstofanna eru afstaðin og var metþátttaka. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í sýningunni á einn eða annan þátt fyrir og vonumst til þess að sjá sem flesta 19. janúar 2017 á Mannamótum.
Mid Atlantic og útgáfa bókarinnar North Iceland Tourist Guide 2016-2017 er á næsta leiti. Við óskum eftir breytingum á upplýsingum í bók er varðar fyrirtæki sem eru í henni sem fyrst. Bókina sem kom út í fyrra má sjá hér http://www.nordurland.is/static/files/Baeklingar/official_tourist_guide_2015_lowrez.pdf
Vinsamlegast sendið nýjar upplýsingar sem getur verið breyting á grunn upplýsingum eða myndum á netfangið info@nordurland.is fyrir 8. Febrúar.
Eins viljum við endilega fá upplýsingar um nýjungar á Norðurlandi sem ná frá síðasta sumri og eru áætlaðar á árinu. Bæklingar frá fyrirtækjum í rafrænu formi eru líka geymdir hjá okkur og komum við þeim til ferðaskrifstofa með usb lyklum og rafrænt. EF þitt fyrirtæki á bækling sem ekki er kominn rafrænt til markaðsstofunnar væri vel þegið að fá hann. Þessar upplýsingar eru góðar t.d. í kynningu á svæðinu á sýningum eins og Mid Atlantic og í almennum fréttabréfum sem fara á erlenda markaði.
Fjárfesting í Ferðaþjónustu utan höfuborgarsvæðisins er fundur sem er spennandi fyrir ferðaþjónustuna. Fundurinn fer fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í fundarsalnum Hömrum milli 12:00-13:30 föstudaginn 29.janúar. Þátttökugjald er 1500 kr. og er léttur hádegisverður innifalinn í verði fundarins. Skráning á fundinn og frekari upplýsingar má finna hér http://fvh.is/hadegisfundur-a-akureyri-29-januar-fjarfesting-i-ferdathjoustu-utan-hofudborgarsvaedis/
Iceland Winter Games óska eftir viðburðum sem geta tengst hátíðinni. Hér smá orðsending frá þeim. “Nú vantar okkur að fá frá ykkur upplýsingar um þá afþreyingu sem verður í boði hjá ykkur í kringum þessar dagsetningar (24 .MARS - 3 APRIL 2016) svo við getum sett þær inn í viðburðalistann hjá okkur,hingað eru að koma mjög mikið af innlendum og erlendum gestum og alla vantar eitthvað að gera á milli þess sem þeir hinir sömu eru að taka þátt í hinum og þessum vetraríþróttum. Ef þið eruð með viðburði sem passa inn í hátíðina sem má kynna sér betur á www.iwg.is þá endilega sendið á okkur á erik@vidburdastofa.is“
Samgönguþing MN 2016 verður haldið í Hofi á Akureyri 17. Febrúar kl. 9:30 – 15:00.
MN hélt samgönguþing 2015 í haust sem tókst mjög vel og má sjá erindi frá því þingi hér.
Á þinginu í febrúar verður fjallað um Strætó, innanlandsflug og siglingar skemmtiferðaskipa og horfa á þessa samgöngumáta með augum ferðaþjónustunnar. Hvernig nýtast þessar samgöngur ferðamönnum, hverjir eru helstu annmarkarnir og hvar liggja tækifærin?
Verið er að leggja lokahönd á dagskrá þingsins og verður hún auglýst nánar fljótlega. Það liggur fyrir að Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, og Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, verða með erindi á þinginu. Einnig verða erindi frá Rannsóknamiðstöð ferðamála, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, Umhverfisstofnun, Hafnarsamlagi Norðurlands, Strætó bs, Flugfélagi Íslands, Flugfélaginu Erni, Sel-hótel Mývatn, Saga Travel og Akureyri Backpackers. Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í umræðum.
Vetraropnun í Eyjafjarðarsveit. Ferðaþjónar í Eyjafjarðarsveit, félagar í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar hafa tekið saman höndum um að stíga fyrsta skrefið í að efla vetrarferðaþjónustu svæðisins. Hleypt hefur verið af stokkunum sérstöku opnunarátaki þar sem ferðaþjónustuaðilar opna dyr sínar á föstudögum milli kl. 14 og 18. Eftir það munu veitingastaðirnir Lamb Inn og Silva verða opnir til skiptis þessa daga frá kl. 18 – 20.
Það er von aðstandenda átaksins að ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur verði duglegir að koma þessu á framfæri við gesti sína. Við lítum líka á þetta sem hvatningu til annarra svæða um að velja sér líka fastan opnunardag í viku hverri í vetur. Frekari upplýsingar má sjá hér www.nordurland.is/vid-opnum-sveitina-okkar-a-fostudogum