Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttaskot MN 07.07.2016

Ferjuferð Strætó hófst 1. júlí Bíllinn fer frá Akureyri til Dalvíkur, ekur niður að höfn á Dalvík og tekur farþega úr Grímseyjarferjunni. Fer niður á Ársskógssand tekur farþega úr Hríseyjarferjunni og þaðan til Akureyrar. Þetta er góð viðbót við samgöngur á Norðurlandi og nú er aðgengi að eyjunum fögru enn betra.
#Miðnætursól
#Miðnætursól

Ferjuferð Strætó hófst 1. júlí

Bíllinn fer frá Akureyri til Dalvíkur, ekur niður að höfn á Dalvík og tekur farþega úr Grímseyjarferjunni. Fer niður á Ársskógssand tekur farþega úr Hríseyjarferjunni og þaðan til Akureyrar.

Þetta er góð viðbót við samgöngur á Norðurlandi og nú er aðgengi að eyjunum fögru enn betra.

Sjá frekari upplýsingar um ferðirnar http://www.nordurland.is/is/bladamenn/frettir/category/1/ferjuferd-straeto-hofst-1-juli-

Local Food Festival 2016

Matarhátíðin Local Food Festival verður haldin í október. Hátíðin spannar nokkra daga og er hápunkturinn Local Food sýningin sem haldin er í Íþróttahöllinni á Akureyri 1.-2. október. Skráning sýnenda er hafin á www.localfood.is og er tekið við skráningum viðburðum líkt og í fyrra, t.d. sérstökum matseðlum þessa vikuna, námskeið sem tengjast mat og allt þar á milli.

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi 2016

Næst á dagskrá er Skagafjörður. Hátíðin fer fram 20. október og frekari upplýsingar koma síðar. Mikilvægt er að taka daginn frá svo að sem flestir komist með.

Mannamót 2017

Sýningin Mannamót er orðinn vinsæll árlegur viðburður. Mannamót er haldið af markaðsstofum landshlutanna 19. janúar næstkomandi. Á vefsíðunni www.markadsstofur.is má sjá frekari upplýsingar um markaðsstofurnar og Mannamót fyrri ára.

Rástefna um bætt millilandaflug frá Akureyrarflugvelli

Takið 8. september frá því þetta málefni er öllum mikilvægt. Meðal annars verður rætt um hvað leiðarkerfissjóður og stefnumótun hefur að segja í samkeppninni um millilandaflug. Frekari upplýsingar síðar.

Vestnorden 2016

Nú fer hver að vera síðastur að skrá sig á Vestnorden og því um að gera að drífa í því áður en það er um seinan. Skráning fer fram á síðu kaupstefnunar www.vestnorden.com

Samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Norðurlands/Official Member of Visit North Iceland

Ná dögunum voru sendir út límmiða til samstarfsfyrirtækja MN. Límmiðarnir tákna að viðkomandi er þátttakandi í sameiginlegri markaðssetningu á Norðurlandi sem áfangastað og hefur öll tilskilin leyfi til þess að stunda ferðaþjónustu. Þetta má sjá neðst á forsíðum MN www.nordurland.is og www.northiceland.is

Sumarlokun hjá Markaðsstofu Norðurlands

Líkt og á síðasta ári þá lokar skrifstofan tímabundið yfir sumartímann. Sumarlokunin í ár er frá 20. júlí – 2. ágúst.

Bækur og kort

Dreifing á útgefnu efni MN er komin á fullt og geta þeir sem vilja sótt sér efni á næstu upplýsingarmiðstöð eða hjá okkur. Upplýsingarmiðstöðvarnar eru með stærri lager og gera ráð fyrir því að ferðaþjónar getir náð sér í efni til þeirra.

Samfélagsmiðlar og útgefið efni

Ef samstarfsfyrirtæki hafa efni sem þau vilja koma á framfæri t.d. myndir, viðburði, blogg eða eitthvað sem gæti vakið áhuga erlendra ferðamanna þá tökum við vel á móti því. Markaðsstofan rekur nokkra miðla og nær ágætis dreifingu á því efni sem hún setur út. Við áskiljum okkur rétt til þess að hafna efni falli það ekki að ritstjórnarstefnu miðlana. Ekki hika við að gauka að okkur efni og við merkjum viðkomandi fyrirtæk með myllumerki þegar að efnið er notað. 

Ef þú ert ekki í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands þá er hægt að skrá sig hér http://www.nordurland.is/is/markadsstofan/skraning