Fréttaskot MN 23.11.15
Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands var haldið 19.11.15 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þingið var vel sótt og erindin voru fróðleg. Þingið var tekið upp og má nálgast það í heild sinni ásamt erindum á þessari slóð http://www.nordurland.is/is/bladamenn/frettir/samgonguthing
Norwegian Inflight blaðið fjallaði fyrr í þessum mánuði um Norðurland með vígalegri umfjöllun sem er metin á 50-75m isk, samkvæmt Íslandsstofu. Markaðsstofan stóð að heimsókninni og skipulagði í sameiningu með Norwegian. Umfjöllunina má sjá hér http://ink-live.com/emagazines/norwegian-magazine/2224/november-2015/ stóra umfjöllunin byrjar á blaðsíðu 58 en bæði fyrir á blaðsíðu 8 og eftir þá grein má einnig sjá umjföllun um Norðurland.
Mannamót markaðsstofanna eru handan við hornið 21. janúar næstkomandi og mikilvægt er að skrá sig sem fyrst. Til þess að kynna sér Mannamót og skrá sig fara samstarfsfyrirtæki á heimasíðuna www.markadsstofur.is og skrá sig undir sínu landssvæði. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við okkur hjá Markaðsstofunni.
Jóladagskrá á Norðurlandi. Markaðsstofan fær margar fyrirspurnir varðandi jóladagskrá á svæðinu og gott væri að fá sem mestar og bestar upplýsingar varðandi það.
Kynning á Vegvísi ferðaþjónustunnar á Blönduós. Vegvísirinn verður kynntur á Blönduós 9. desember næstkomandi klukkan 12:00 í Eyvindarstofu. Við hvetjum alla til sem tök hafa á að kynna sér vinnu og stefnu stjórnvalda í þessum efnum.