Mannamót 2015 skráning er hafin
Markaðsstofur landshlutanna efna til Mannamóts 2015, þann 22. Janúar n.k.
Meðfylgjandi eru upplýsingar um Mannamótið. Um er að ræða stefnumót þátttökuaðila í markaðsstofunum við ferðasöluaðila á Höfuðborgarsvæðinu.
Endilega kynnið ykkur þennan viðburð og hafið samband ef spurningar vakna.
Athugið að sýningin er eingöngu ætluð samstarfsfyrirtækum Markaðsstofu Norðurlands og þeir sem ekki eru aðilar að henni geta haft samband við MN varðandi frekari upplýsingar um það á info@nordurland.is í síma 462-3300 og á heimasíðu MN hér.
Mannamót markaðsstofanna 2015
Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík í annað sinn fyrir samstarfsfyrirtæki sín 22. janúar 2015 kl. 11 – 17 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli.
Mannmót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með sérstaka áherslu á vetrarferðamennsku.
Á Mannamót bjóðum við gestum að koma að hitta okkur:
- Starfsfólki ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda
- Starfsfólki upplýsinga- og bókunarmiðstöðva
- Leiðsögumönnum
- Nemendum í leiðsögunámi og ferðamálafræðum
- Starfsfólki í þjónustuverum flugfélaga
- Sölu- og kynningarfólki flugfélaga
- Starfsfólki í móttökum hótela og gistihúsa
- Fjölmiðlum
- Opinberum stofnunum: Íslandsstofa, Ferðamálastofa, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, Innanríkisráðuneytið, Samgöngustofu, Isavia, kennurum í ferðamálagreinum ofl.
Skráning og gjald: Þátttökugjald fyrir hvert fyrirtæki er kr. 10.000. Einungis samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna geta tekið þátt sem sýnendur í Mannamóti 2015. Skráningu lýkur 16. janúar 2015. Skráning fer fram á netfangið (netfang markaðsstofu) eða á heimasíðu Mannamóta.
Fyrirkomulag Mannamóta er hefðbundið vinnu sýningarskipulag en ekki eru fundabókanir. Hvert fyrirtæki verður staðsett á sama stað og önnur fyrirtæki úr sama landshluta og geta haft með sér standa, bæklinga og annað kynningarefni. Á Mannamótum bjóða markaðsstofur landshlutanna og þátttökufyrirtæki upp á léttar veitingar og smakk úr heimabyggð.
Mannamótstilboð í prentun auglýsingastanda
Logoflex býður sýnendum Mannamóta uppá tilboð í prentun á auglýsingastöndum (rollups) fyrir sýninguna. Hver standur kostar kr. 19.200 + vsk. Standarnir koma í tösku og er því auðvelt að ferðast með þá. Þau fyrirtæki sem hyggjast nýta sér þetta tilboð skulu hafa samband við Kidda hjá Logoflex kiddi@logoflex.is og tilgreina að um sé að ræða „Mannamóts tilboð“. (með því að smella hér má sjá tilboð)
Eftir sýninguna bjóða markaðsstofur landshlutanna sýnendum uppá fordrykk á Icelandair Hótel Natura og þá býður Natura jafnframt uppá tilboð á kvöldverði að sýningu lokinni. Nánari upplýsingar um tilboðið verður kynnt síðar.
Nánari upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur en einnig getið þið haft samband MN (info@nordurland.is) ef spurningar vakna eða skoðað heimasíðu Mannamóta www.naturaliceland.is.
Við hvetjum öll fyrirtæki í ferðaþjónustu til að taka þátt í Mannamótum og nýta tækifærið til kynningar og sölu á sínu fyrirtæki.
Fyrir þá sem vilja skrá sig strax er hægt að smella hér.