Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Norðurlands auglýsir eftir verkefnastjóra DMP áætlana

Markaðsstofa Norðurlands óskar eftir að ráða verkefnastjóra DMP áætlana (Destination Management Plan) á Norðurlandi. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni við gerð stefnumótandi stjórnunaráætlunar áfangastaðar og er ráðið til eins árs með möguleika á framlengingu.

Markaðsstofa Norðurlands óskar eftir að ráða verkefnastjóra DMP áætlana (Destination Management Plan) á Norðurlandi. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni við gerð stefnumótandi stjórnunaráætlunar áfangastaðar og er ráðið til eins árs með möguleika á framlengingu.

Verkefnið kallast DMP og er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. DMP er sameiginleg stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðila ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlindir þeir hyggjast nýta við þá vinnu.

Verkefnastjórar DMP áætlana sjá um áætlunargerðina sjálfa í samvinnu við vinnuhópa. Við vinnuna er stuðst við verkfærakistu sem kynnt verður á vinnustofu fyrir verkefnastjóra.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála undir leiðsögn Tom Buncle ráðgjafa sem stýrir verkefninu á landsvísu.

Helstu verkefni

  • Vinna að stefnuyfirlýsingu um uppbyggingu og þróun Norðurlands sem ferðamannasvæðis
  • Leiða áætlunargerð, skipuleggja og samhæfa þá þætti sem hafa áhrif á upplifun ferðamanna
  • Skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, skipuleggja aðgerðir og greina þarfir
  • Framkvæmd DMP í samræmi við stefnu verkefnisins
    • Samskipti við DMP verkefnastjóra um land allt, ferðaþjónustuna og stoðkerfi ferðaþjónustunnar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
    • Reynsla og þekking á verkefnastjórnun
    • Þekking á Norðurlandi og ferðaþjónustu
    • Starfið krefst ferðalaga og sveigjanlegs vinnutíma
    • Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika, geta sýnt frumkvæði og eiga auðvelt með að vinna í teymi

Umsóknarfrestur er til 6. mars og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir Arnheiður Jóhannsdóttir s: 462 3300, arnheidur@nordurland.is