Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

MATUR-INN North Iceland Food Festival

Sýningin MATUR-INN 2015 í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 17. og 18. október 2015 Sýningin er haldin annaðhvert ár og var aðsóknarmet sett árið 2013 þegar 13-15 þúsund gestir heimsóttu sýninguna. Fáir viðburðir eru fjölsóttari á Norðurlandi og laðar sýningin einnig að sér gesti víða að af landinu. Skráning er nú hafin.
MATUR-INN
MATUR-INN

Sýningin MATUR-INN 2015 í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 17. og 18. október 2015

Sýningin er haldin annaðhvert ár og var aðsóknarmet sett árið 2013 þegar 13-15 þúsund gestir heimsóttu sýninguna. Fáir viðburðir eru fjölsóttari á Norðurlandi og laðar sýningin einnig að sér gesti víða að af landinu.  MATUR-INN 2015 er sýning sem á að endurspegla styrk Norðurlands sem stærsta matvælaframleiðslusvæðis landsins og er því kjörinn kynningarvettvangur fyrirtækja og einstaklinga í geiranum til að vekja athygli á framleiðslu,matarmenningu, veitingastarfsemi,matartengdri ferðaþjónustu og  verslun þessu tengd. 
Mikilvægt er að leggja áherslu á að sýningin er einnig sölusýning. 

MATUR-INN 2015 - sjö daga matarmenningarhátíð

Sýningarstjórnin undirbýr nú að MATUR-INN 2015  verði ekki aðeins sýning heldur sjö daga matarmenningarhátíð frá 12.-18. október sem nær yfir allt Norðurland. Sýningin er hugsuð sem rúsínan í pylsuendanum en frá miðvikudegi til föstudags verða skipulagðir fyrirlestrar tengdir mat og matarmenningu, heimsóknir í matvælafyrirtæki, matreiðslunámskeið þar sem unnið er með mat úr héraði, hægt verður að bóka í ferðir með ferðaskrifstofu þar sem matur í héraði er í aðalhlutverki, veitingastaðir bjóða upp á matseðla með séráherslum og kynntar verða gamlar íslenskar matarhefðir. Tilgangurinn með því að útvíkka hugmyndina og tengja viðburði við sýninguna er að stækka markhópinn enn frekar og er þá m.a. verið að horfa út fyrir landsteinana, þar sem miklir möguleikar felast í að kynna íslenska matarmenningu og upplifun með ferðamenn í huga.