Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Menntamorgunn 14. maí: Öryggi í fyrsta sæti

    Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, SAF og Markaðsstofur landshlutanna boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar í streymi þriðjudaginn 14. maí kl. 9:00-9:45.

    Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, SAF og Markaðsstofur landshlutanna boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar í streymi þriðjudaginn 14. maí kl. 9:00-9:45.

    Á fundinum verður sjónum beint að öryggismálum – gerð öryggisáætlana, áskoranir og tækifæri, hvernig sé hægt að stuðla að öryggismenningu innan fyrirtækja ásamt innsýn í reynslusögu ferðaþjónustufyrirtækis.

    Dagskrá:

    Öryggismál í ferðaþjónustu – Áskoranir og tækifæri
    Gísli Nils Einarsson, framkvæmdastjóri Öryggisstjórnunar ehf.

    Öryggisáætlanir í ferðaþjónustu
    Dagbjartur Brynjarsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu

    Öryggismenning er ákvörðun
    Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

    Reynslusaga og lærdómur: Nýting öryggisáætlana í raunaðstæðum
    Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland

    Fundarstjóri er Bryndís Skarphéðinsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.

    Skráðu þig hér.