Móttaka og kynning á söfnum Safnaklasa Eyjafjarðar í Hofi
Móttaka og kynning á söfnum Safnaklasans í Hofi
Í tengslum við opnun á sameiginlegri sýningu safnanna í Eyjafirði í Menningarhúsinu Hofi er ferðaþjónustuaðilum boðið á kynningu á söfnunum í Hofi miðvikudaginn 13. maí n.k. milli kl. 16-18. Þar munu fulltrúar frá 20 söfnum á Eyjafjarðarsvæðinu veita upplýsingar um söfnin og starfsemi þeirra. Boðið verður upp á léttar veitingar. Við hvetjum ferðaþjónustufyrirtæki til að nýta sér þetta tækifæri til að kynna sér starfsemi og áherslur safnanna fyrir sumarið, þjónustu, nýjungar og opnunartíma. Allir eru velkomnir svo sendið endilega starfsfólk sem kemur til með að sinna ferðamönnum í sumar ss. leiðsögumenn, fólk í gestamóttökum eða aðra sem gagn hafa af.
Með auknum ferðamannastraum til landsins fjölgar einnig þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem bjóða uppá þjónustu við ferðamenn. Söfnin telja því mikilvægt að þau geti átt samtal við ferðaþjónustuaðila og kynnt fyrir þeim hvað söfnin hafa upp á að bjóða og er það megin tilgangurinn með því að bjóða til þessa kynningarfundar í tengslum við opnun á sýningu safnanna í Hofi.
Þeir sem ætla að mæta á kynninguna eru beðnir að skrá sig á info@nordurland.is og stendur skráningin til 12. maí.
Nánari upplýsingar veitir
Valdís Viðarsdóttir
Umsjónar- og leiðsögumaður í Laufási
Netfang: laufas@minjasafnid.is
s. 895-3172