Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Námskeið um innleiðingu VAKANS á Norðurlandi vestra

Þá er komið að því að námskeið um innleiðingu Vakans hefjast á Norðurlandi vestra. Eins og áður hefst vinnan á kynningarfundi þar sem farið er yfir um hvað Vakinn snýst og hvernig námskeiðin verða byggð upp. Ferðamálasamtök Norðurlands vestra setja upp þessi námskeið og halda utanum vinnuna við þau.
Vakinn
Vakinn

Þá er komið að því að námskeið um innleiðingu Vakans hefjast á Norðurlandi vestra. Eins og áður hefst vinnan á kynningarfundi þar sem farið er yfir um hvað Vakinn snýst og hvernig námskeiðin verða byggð upp. Ferðamálasamtök Norðurlands vestra setja upp þessi námskeið og halda utanum vinnuna við þau. 

Kynningarfundir um Vakanámskeið verða á Norðurlandi vestra þriðjudaginn 17. febrúar. Námskeiðin verða send út í fjarfundi frá Sauðárkróki til Blönduóss og Hvammstanga.

Sauðárkrókur: Námsver við Faxatorg, efri hæð.
Blönduós: Blönduskóli, efri hæð.
Hvammstangi: Námsver Höfðabraut 6. Efri hæð.

Á fundinum kynnir Elías Bj. Gíslason frá Ferðamálastofu Vakann, gæða- og umhverfiskerfi Ferðamálastofu og fer yfir hvernig kerfið nýtist fyrirtækjum.