Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Norðlensk ferðaþjónustfyrirtæki kynntu sig á Mannamótum

    Um 60 norðlensk fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku þátt og vöktu athygli fyrir fagmennsku og gleði. Tækifærin sem Mannamót skapa eru fjölbreytt og mörg, tengslin við annað fólk í ferðaþjónustu styrkjast og ný verða til.
    Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2024 voru frábær og á 10 ára afmæli viðburðarins er sérstaklega skemmtilegt að segja frá því að aldrei hafa fleiri komið á hann.
     
    Mannamót hafa vaxið ár frá ári og nú voru hátt í 1500 manns sem sóttu sýninguna, bæði sýnendur og gestir.
     
    Um 60 norðlensk fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku þátt og vöktu athygli fyrir fagmennsku og gleði. Tækifærin sem Mannamót skapa eru fjölbreytt og mörg, tengslin við annað fólk í ferðaþjónustu styrkjast og ný verða til. Við hlökkum strax til Mannamóta 2025!

     

    Smelltu hér til að skoða myndir.