Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands - Skráning og dagskrá
Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands verður haldið fimmtudaginn 19. nóvember 2015 í Hofi á Akureyri. Samgöngur eru forsenda fyrir uppbyggingu og vexti ferðaþjónustu á Norðurlandi og grunnurinn að því að markmið um dreifingu ferðamanna náist.
Á samgönguþingi MN verður fjallað um samgöngur í víðu samhengi, á landi og flugsamgöngur. Fjölgun ferðamanna hefur verið hröð undanfarin ár sem hefur skapað mikil tækifæri. Aukinn fjöldi ferðamanna að sumri og vetri kallar á nýjar áherslur í samgöngumálum. Við hvetjum alla sem tengjast ferðaþjónustunni að mæta og ræða þau brýnu málefni sem verða tekin fyrir á fundinum.
Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands
Vegir, flug og ferðaþjónusta
Hofi Akureyri, fimmtudaginn 19. nóvember 2015
Dagskrá hefst kl. 13:30
Setning samgönguþings MN Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri
Erindi Birna Lárusdóttir formaður samgönguráðs
Áherslur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri MN og flugklasans Air66N
Flugrúta sem nær lengra Þórir Garðarsson stjórnarformaður og eigandi Gray Line Iceland
Vegasamgöngur og ferðaþjónusta til framtíðar Hreinn Haraldsson vegamálastjóri
Pallborðsumræður
15:00 – 15:30 Kaffihlé
Innanlandsflug – lífæð almenningssamgangna Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia
Akureyri International Airport Hjördís Þórhallsdóttir umdæmisstjóri Isavia á Norðurlandi
Samskipti við flugrekstraraðila Ingvar Örn Ingvarsson verkefnastjóri hjá Íslandsstofu
Icelandair, þróun og stefna Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair
Pallborðsumræður
17:00 Þingslit – Léttar veitingar í boði Akureyrarbæjar
Fundarstjóri: Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands