Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Upplýsingar til sýnenda á Mannamótum 2016

Mannamót verða haldin fimmtudaginn 21. janúar í Flugskýli Ernis á Reykjavíkurflugvelli (bakvið Hótel Natura) , um 180 fyrirtæki af öllu landinu eru skráð til leiks, fullt hús og búið að loka fyrir skráningu. Það er enn opið fyrir skráningu gesta og nú þegar eru um 250 manns skráðir. Við megum því eiga von á að mikið verði um að vera.
Mannamót
Mannamót

Mannamót verða haldin fimmtudaginn 21. janúar í Flugskýli Ernis á Reykjavíkurflugvelli (bakvið Hótel Natura) , um 180 fyrirtæki af öllu landinu eru skráð til leiks, fullt hús og búið að loka fyrir skráningu. Það er enn opið fyrir skráningu gesta og nú þegar eru um 250 manns skráðir. Við megum því eiga von á að mikið verði um að vera.

  • Tímasetning: Flugskýlið verður opnað fyrir sýnendur kl. 10.00. Gestum verður hleypt inn í húsið kl. 12.00. Mannamótinu lýkur kl. 17.
  • Aðstaðan: Mannamót verða með hefðbundnu sniði, þ.e. markaðsstofur landshlutanna verða með til staðar veggi, stóla og borð með hvítum pappírsdúkum. Hver sýnandi fær um 1 x 0,68 m af borðplássi og um 1 meter af veggplássi á bak við sig, en hver bás er 2,5 m (hæð) x 1 m (breidd). Prentflöturinn á veggnum er 2,39 m á hæð og 0,95 m á breidd. Athugið að ekkert rafmagn né internet er í boði fyrir sýnendur.
  • Kynningarefni: Við mælum með að sýnendur hafi með sér; nafnspjöld, kynningarefni um þjónustu sína í formi bæklinga/flyera og plaköt/rollup standa til að hafa á bak við sig. Gott er einnig að taka með sér skriffæri og blöð til að skrá hjá sér upplýsingar um tengiliði sem óska eftir frekari upplýsingum.
  • Merkingar sýnenda: Markaðsstofur landshlutanna útvega öllum sýnendum sérmerkt hálsbönd og plast sem rúmar nafnspjald til að merkja sig. 
  • Við komum til með að bjóða uppá vatn og Innes býður uppá kaffi í flugskýlinu á meðan Mannamótið stendur yfir. Gott er að taka með sér nesti.
  • Skutlur og bílastæði: Takmarkað er af bílastæðum við Flugskýli Ernis og verður því boðið upp á skutlur til og frá flugskýlinu að neðri bílastæðum við Perluna. Hópferðir Sævars sjá um skutlið og mun hún ganga á 15-20 mín fresti frá kl. 10.00 til kl. 18.00 eða þegar allir sýnendur hafa yfirgefið skýlið. Við mælum með að sýnendur nýti sér þessa þjónustu til að liðka til fyrir gesti Mannamótsins. Gestir geta einnig nýtt sér þessa þjónustu allan daginn og hvetjum við ykkur til að koma því á framfæri við ykkar viðskiptavini. Við hvetjum ykkur því að nýta ykkur þjónustu leigubíla eða skutlunnar, fyrir og eftir mótið.
  • Icelandair hótel Natura býður sýnendum Mannamótsins uppá tilboð í gistingu - sjá/bóka hér:

https://gc.synxis.com/rez.aspx?Hotel=59630&Chain=15503&Dest=ICE&template=GCF&shell=GCF2&locale=en-GB&arrive=19/01/2016&depart=20/01/2016&adult=2&child=0&promo=Mannamot

  • MARBAR býður sýnendum og gestum uppá „happyhour“ milli kl. 17 og 21. Auk þess býður veitingastaðurinn MAR uppá tilboð í mat að því loknu. Sjá má matsseðil hér http://www.markadsstofur.is/is/synendur gott er bóka fyrirfram hjá Mar.

Á meðan á Mannamóti stendur er gott að hafa í huga að þú/þið eruð hér til að efla tengsl við núverandi viðskiptavini og finna nýja á mjög takmörkuðum tíma og því kannski ekki tími fyrir mjög ítarlegar samræður. Takið niður upplýsingar og hafið samband við viðkomandi eftir mótið. Eftir Mannamót er mikilvægt að fylgja eftir þeim upplýsingum sem þú/þið fáið á meðan á mótinu stendur. Með því móti eigið þið von á að fá mun meira út úr því að taka þátt.

Greiðsluseðlar verða sendir í bankann í dag að upphæð 12.500 sem hægt er að greiða í fyrirtækjabankanum.

Meðfylgjandi er listi yfir sýnendur á Norðurlandi. Sem má sjá með því að smella hér.

Við hlökkum til að verja deginum með ykkur.

Fyrir frekari upplýsingar hafðu samband við okkur.

Arnheiður, Halldór og Hjalti