Uppskeruhátíð verður 26. október - taktu daginn frá!
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi verður haldin í Austur-Húnavatnssýslu og endar á Blönduósi, fimmtudaginn 26. október næstkomandi. Farið verður í heimsókn til fyrirtækja og á áhugaverða staði í Húnabyggð, Skagaströnd og Skagabyggð. Dagskrá kvöldsins inniheldur kvöldverð og svo verður skemmtun til miðnættis, þar sem afhentar verða viðurkenningar.
21.09.2023
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi verður haldin í Austur- Húnavatnssýslu og endar á Blönduósi, fimmtudaginn 26. október næstkomandi. Farið verður í heimsókn til fyrirtækja og á áhugaverða staði í nágrenninu. Dagskrá kvöldsins inniheldur kvöldverð og svo verður skemmtun til miðnættis, þar sem afhentar verða viðurkenningar.
Nánari upplýsingar verða veittar í næstu viku og þá verður einnig opnað fyrir skráningu. Takið daginn frá.