Vakinn námskeið á Norðurlandi
Vakinn námskeið á Norðurlandi
Ferðamálasamtök Norðurlands Eystra í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og ráðgjafa SÍMEY boða til kynningarfunda vegna námskeiða í innleiðingu Vakans, gæðakerfis í ferðaþjónustu.
Námskeiðin verða haldin á Akureyri og Húsavík og verða skipulagðar þrjár 4 klst. vinnulotur í febrúar og mars 2015, þar sem ferðaþjónustuaðilar hittast og vinna saman að umsóknum sinna fyrirtækja í Vakann undir handleiðslu ráðgjafa samkvæmt verkáætlun. Í vinnulotunum mynda fyrirtæki starfshópa og vinna að umsókn í Vakann og skráningu ýmissa gagna fyrir viðkomandi fyrirtæki.
Kynningarfundir eru opnir öllum sem vilja kynna sér Vakann og námskeiðin framundan.
Við hvetjum ferðaþjónustufyrirtæki til að mæta og kynna sér málið!
Tekið verður við skráningum á námskeiðin á kynningarfundunum og í framhaldi af þeim hjá Markaðsstofu Norðurlands en námskeiðin sjálf hefjast 24. febrúar nk.
Dagskrá kynningarfunda:
Mánudagurinn 2. febrúar
Kl 11-12 Jarðböðin við Mývatn
Kl 14:30-15:30 Fræþing Húsavík og myndfundur á Þórshöfn
Þriðjudagurinn 3. febrúar
Kl. 10-11 Berg Menningarhús á Dalvík
Kl 17-18 Símey Akureyri