Vel heppnuð kynnisferð með íslenskum ferðaskrifstofum
Um miðjan september fóru þeir Halldór Óli Kjartansson og Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjórar hjá Markaðsstofu Norðurlands í tveggja daga kynnisferð um Norðurland með starfsmönnum íslenskra ferðaskrifstofa. Ferðin var unnin með SSNV og samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofu Norðurlands.
Farið var frá Akureyri morguninn 11. september og fyrsta heimsókn var í Fljótunum. Hópurinn hélt áfram inn í Skagafjörð og á Blönduós, en var í heimsóknir hjá 10 fyrirtækjum þennan dag. Að auki var haldin vinnustofa á Sauðárkróki, en þangað komu fimm fyrirtæki til viðbótar og kynntu sína starfsemi.
Hópurinn gisti á Blönduósi, en kvöldið endaði með norðurljósasýningu við Þrístapa og upplifun á myrkrinu. Daginn eftir byrjaði hópurinn á því að skoða Kálfshamarsvík, áður en haldið var áfram í heimsóknum til fyrirtækja en alls voru heimsóknirnar sjö þennan daginn. Þá var fyrirtækjum einnig boðið að koma og hitta hópinn á Blönduósi og Laugarbakka. Einnig var komið við í Borgarvirki og við Hvítserk. Hópurinn hélt svo heim á leið til Reykjavíkur um kvöldið.
Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir reglulegum boðsferðum fyrir bæði innlendar og erlendar ferðaskrifstofur, gjarnan með áherslu á afmörkuð svæði í hvert sinn.
Hér að neðan má sjá nokkar myndir frá ferðalaginu.