Vetraferðamennska rædd á vinnufundi MAS
Í vikunni hittust starfsmenn Markaðsstofa landshlutanna (MAS) á tveggja daga vinnufundi, sem að þessu sinni var haldinn á Akureyri og í Mývatnssveit. Samstarf markaðsstofanna hefur aukist mjög á síðastliðnum árum og á síðasta ári hófst vinna við mörkun fyrir samstarfið. Sú vinna hefur haldið áfram á þessu ári og stefnt er að því að starfsmenn komi saman tvisvar á ári til að fara yfir ýmis mál, svosem vinnu við áfangastaðaáætlanir og Mannamót svo eitthvað sé nefnt.
Vetrarferðamennska var þema ferðarinnar í ár og farið var í heimsóknir til fyrirtækja í Mývatnssveit sem hafa lagt áherslu á vetraferðamennsku til lengri tíma. Þá var Goðafoss og umhverfi hans skoðað, en sú uppbygging vakti verðskuldaða athygli. Auk þess var stækkun Jarðbaðanna kynnt og farið var ofan í Skógarböðin áður en hópurinn hélt til síns heima.
Hópurinn vinnur nú að skipulagningu á Mannamótum markaðsstofa landshlutanna, sem verður haldið í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 18. janúar