Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Aðalfundur FNE

Aðalfundur FNE Ferðamálasamtök Norðurlands eystra boða til aðalfundar þann 1. júní 2016 kl 10:30-12. Fundurinn er haldinn á Hótel KEA, Akureyri. Fundarstjóri er Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Dagskrá aðalfundar skv lögum:
Hlíðarfjall
Hlíðarfjall

Aðalfundur FNE

Ferðamálasamtök Norðurlands eystra boða til aðalfundar þann 1. júní 2016 kl 10:30-12. Fundurinn er haldinn á Hótel KEA, Akureyri.

Fundarstjóri er Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu.

Dagskrá aðalfundar skv lögum:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Afgreiðsla ársreiknings
  3. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar
  4. Lagabreytingar
  5. Stjórnarkjör

a)   formaður

b)   tveir aðalmenn í stjórn og þrír til vara

  1. Kjör skoðunarmanna reikninga
  2. Önnur mál
  3.  

Stjórnarmenn eru kosnir á aðalfundi félagsins.  Stjórn samtakanna er skipuð þremur mönnum, formanni, ritara og gjaldkera og þremur til vara. Kjörtímabil stjórnar eru tvö ár.

Skipan stjórnarinnar skal vera með þeim hætti, að Eyjafjarðarsvæðið og Þingeyjarsýslur skipa til skiptis, eitt kjörtímabil í senn, tvo stjórnarmenn og hitt svæðið einn. Sama gildir um varamenn. Formaður skal vera á því svæðinu er skipar tvo stjórnarmenn. Stjórnin skiptir með sér verkum.

Stjórnin leggur fram breytingartillögu á þriðju grein þannig að formaður samtakanna er ávallt framkvæmdastjóri Ferðamálasamtakana.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Karl Jónsson, Formaður, í síma 860-4919

 

Tillaga að breytingum á lögum Ferðamálasamtaka norðurlands eystra

LÖG

FERÐAMÁLASAMTAKA NORÐURLANDS EYSTRA.

1.gr.

Ferðamálasamtök Norðurlands eystra eru samtök starfandi ferðamálafélaga og ferðamálanefnda á Norðurlandi eystra. Heimili þess og varnarþing er starfsstöð Markaðsstofu Norðurlands ses.

2. gr.

Hlutverk samtakanna er:

  1. að vinna að hagsmunamálum ferðaþjónustunnar á Norðurlandi eystra og efla ferðaþjónustu sem atvinnugrein.
  2. að taka þátt í starfi ferðamálasamtaka landshlutanna og Markaðsstofu Norðurlands ses. [K1] eins og lög gera ráð fyrir.

3. gr.

Stjórn samtakanna er skipuð þremur , formanni sem skal vera framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ses., ritara og gjaldkera og þremur til vara. Kjörtímabil stjórnar eru tvö ár.

Auk formanns skal skipan stjórnarinnar vera með þeim hætti, að Eyjafjarðarsvæðið og Þingeyjarsýslur skipa sinn hvorn aðalmanninn. Svæðin skipa til skiptis, eitt kjörtímabil í senn, tvo varamenn í stjórn og hitt svæðið einn Stjórnin skiptir með sér verkum utan formennsku.

4. gr.

Formaður kallar saman stjórnarfund eftir þörfum, en einnig ef einn stjórnarmaður æskir slíks.

5.gr.

Ferðamálasamtökin skulu fjármagna starf sitt með eftirfarandi hætti:

  1. Með föstu árgjaldi ferðamálafélaga og ferðamálanefnda, sem aðalfundur ákveður.
  2. Með öðrum fjáröflunarleiðum.

Reikningsár samtakanna er almanaksárið.

6. gr.

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra skal haldinn á tímabilinu mars - maí ár hvert. Fundinn skal auglýsa með minnst hálfsmánaðar fyrirvara, m.a. með tölvupósti til allra aðila að samtökunum.

Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um ferðamál. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa aðal- og varamenn í stjórnum ferðamálafélaga og ferðamálanefndum sem eru aðilar að samtökunum.

Á dagskrá aðalfundar skal m.a. vera:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Lagðir fram skoðaðir reikningar.
  3. Fjárhagsáætlun næsta árs og ákvörðun árgjalds.
  4. Lagabreytingar ef fram koma.
  5. Kosningar.
  6. Kosnir þrír aðalmenn í stjórn og þrír til vara.
  7. Kosinn einn skoðunarmaður reikninga og annar til vara.
  8. Önnur mál.

 

7. gr.

 Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi samtakanna og þarf til þess samþykki 2/3 hluta atkvæðabærra fundarmanna. Tillögur um lagabreytingar skulu sendar út með fundarboði.