Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Aðventuævintýri á Akureyri

Aðventuævintýri á Akureyri hefst á laugardegi fyrstu aðventuhelgina fyrir jól með því að ljósin er tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi en tréð er gjöf frá Randers vinabæ Akureyrar í Danmörku. Aðventuævintýri á Akureyri stendur fram að jólum og rekur hver viðburðurinn annan: Ýmiskonar aðventu- og útgáfutónleikar, bókaupplestur, jólamarkaðir, miðbæjarstemning og fleira sem fylgir því að njóta töfra aðventunnar.
Jól á Akureyri
Jól á Akureyri

Aðventuævintýri á Akureyri hefst á laugardegi fyrstu aðventuhelgina fyrir jól með því að ljósin er tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi en tréð er gjöf frá Randers vinabæ Akureyrar í Danmörku. Aðventuævintýri á Akureyri stendur fram að jólum og rekur hver viðburðurinn annan: Ýmiskonar aðventu- og útgáfutónleikar, bókaupplestur, jólamarkaðir, miðbæjarstemning og fleira sem fylgir því að njóta töfra aðventunnar.

Aðventuævintýri 2014 hefst 29. nóvember og stendur til 23. desember.  Hægt verður að fylgjast með Aðventuævintýri á Akureyri á sjónvarpsstöðinni N4 og áFacebooksíðunni þeirra. Umfjöllun daglega alla aðventuna sem færa þér norðlenskan jólaanda.

Fylgstu með viðburðadagatalinu á www.visitakureyri.is og skoðaðu það helsta sem er á dagskrá á Aðventuævintýri á Akureyri en auk þess má finna opnunartíma verslana í miðbænum og á Glerártorgi.
Hér má einnig sjá yfirlit yfir opnunartíma ýmissa safna og fyrirtækja  yfir jól og áramót.

VIÐBURÐADAGATAL AÐVENTUÆVINTÝRISINS

29. nóvember
Leikurinn Jólapeysan 2014 hefst*
Kl.12.00-18.00 Jólamarkaður  Kistu í Hofi
 Kl.16.00 Tendrað á jólatrénu á Ráðhústorgi. 
 Kl.18.00 SN og hljómsveitin Árstíðir í aðventustemningu í Hofi. 
Kl.22.00 Hljómsveitin Dimma heldur tónleika á Græna hattinum.  

1. desember
Kl.20.00 Einar Kárason með uppistand í Laugarborg, Eyjafjarðarsveit. 

5. desember
 Kl.12.00 Föstudagsfreistingar í Hofi, Lára og Hjalti leika hugljúfa aðventutónlist sem allir þekkja.
Kl.19.30 Kertakvöld í miðbænum. Kósy stemning í miðbænum þar sem götur og verslanir verða upplýstar með kertum.

6. desember
Lifandi tónlistaratriði í göngugötu.
Ljósmyndasýning frá Minjasafninu á Akureyri utanhúss. Sýnd á stóru tjaldi við verslun Eymundsson. 
Kl.14.00-16.00 Kakó og smákökur í boði fyrir gesti og gangandi.
Kl.14.00-16.00 Jólakaffi á Iðnaðarsafninu 

7. desember
Kl.17.00 og 20.00 Jólasöngvar kórs Akureyrarkirkju.
 Kl.20.00 Jólatónleikar Gospelkórs Akureyrar í Hofi. 

11. desember
Kl.20.00 Jólatónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis í Akureyrarkirkju. 

12. desember
Kl.21.00 Jólatónleikarnir Norðurljós í Hofi.

13. desember
Lifandi tónlistaratriði í göngugötu.
Jólabíó barnanna. Skemmtilegar myndir fyrir börn á öllum aldri.
Ljósmyndasýning frá Minjasafninu á Akureyri utanhúss. Sýnd á stóru tjaldi við verslun Eymundsson. 
Kl.14.00-16.00 Kakó og smákökur í boði fyrir gesti og gangandi.
Kl.14.00 Jólasveinar heimsækja miðbæinn og gleðja gesti og gangandi með söng og sprelli. Boðið verður upp á myndatöku með jólasveininum sér að kostnaðarlausu.
 Kl.17.00 og 20.00 Jólatónleikarnir Norðurljós í Hofi. 
 
Kl.22.00 Hljómsveitin Mammút heldur tónleika á Græna hattinum

19. desember
Kl.22.00 Hljómsveitin AmabAdama heldur tónleika á Græna hattinum. 

20. desember
Lifandi tónlistaratriði í göngugötu.
Ljósmyndasýning frá Minjasafninu á Akureyri utanhúss. Sýnd á stóru tjaldi við verslun Eymundsson.
Jólabíó barnanna. Skemmtilegar myndir fyrir börn á öllum aldri.
Kl.14.00-16.00 Kakó og smákökur í boði fyrir gesti og gangandi.
Kl.22.00  Jól með Brother Grass og vinum á Græna hattinum.

21. desember
Kl. 20.30 Þorláksmessutónleikar Bubba í Hofi. 
   Kl.21.00 3 raddir og Beatur halda jólatónleika á Græna hattinum.

22. desember
Kl.21.00 Jólatónleikar Kammerkórsins Hymnodiu í Akureyrarkirkju. 

 

 *Jólapeysan 2014 er leikur sem hefst þann 29. nóvember, þegar jólatrésskemmtunin fer fram á Ráðhústorginu og stendur yfir til 20. desember. Leikurinn er einfaldur snýst um að Akureyringar klæðist jólapeysu, taki af sér mynd í peysunni í miðbænum, verslunum miðbæjarins eða fyrirtækjum og sendi hana á facebooksíðu Miðbæjarsamtakanna (www.facebook.com/Akmidbaer). Til þess að vera með þarf að "líka" við  síðuna og tengja sig við myndina á facebook. Verðlaun verða veitt fyrir fallegustu jólapeysuna, fyndnustu jólapeysuna og frumlegustu jólapeysuna 2014. Jafnframt er verslunarfólk  og starfsfólk fyrirtækja og stofnanan í miðbænum hvatt til að klæðast jólapeysum í aðventunni og vera með.

 

Einnig er upplagt að skoða eftirfarandi heimasíður og Facebooksíður þegar heimsókn til Akureyrar á aðventunni er skipulögð.

TÓNLIST
Það fylgir aðventunni að njóta góðrar tónlistar og komast þannig í jólaskap.  Í menningarhúsinu Hofi er fjöldi áhugaverðra tónleika í boði. Skoðaðu heimasíðu Hofs eða Facebooksíðu hússins. Græni hatturinn er einstakur tónleikastaður sem býður upp á metnaðarfulla tónleikadagskrá allt árið um kring. Fylgstu með viðburðum aðventunnar áFacebooksíðu Græna hattarins.  Í kirkjum bæjarins eru gjarnan tónleikar á aðventunni auk aðventukvölda. Skoðaðu heimasíður Glerárkirkju og Akureyrarkirkju.

LEIKLIST OG SÖFN 
Hví ekki að bregða sér í leikhús eða á safn á aðventunni!  Skoðaðu heimasíðu Leikfélags Akureyrar, þar er án efa eitthvað sem þú mátt ekki missa af. Auk þess mun Minjasafnið á Akureyri lengja opnunartímann frá 15. nóvember og gefst því kostur á að kíkja við og skoða sýningarnar alla daga á milli 13.00 og 16.00 út desember.

Opnunartímar safna og sýninga:
Iðnaðarsafnið: Laugardaga kl. 14.00-16.00 (sýningin lokar 7.desember fram yfir áramót)
Flugsafnið: Laugardaga kl.14.00-17.00
Minjasafnið: Daglega kl. 13.00-16.00. Jólasýningin Gefðu mér gott í skóinn.
Mótorhjólasafnið: Laugardaga kl. 14.00-16.00
Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi: Laugardaga kl. 13.00-15.00
Sjónlistamiðstöðin: Þriðjudaga-Sunnudaga kl.12.00-17.00 (öllum sýningum lýkur 7.des)

MATUR OG DRYKKUR
Ef einhverntímann er ástæða til að gera vel við sig í mat og drykk þá er það á aðventunni. Á Akureyri eru fjölmargir ómótstæðilegir veitingarstaðir sem bjóða upp á ljúffeng jólahlaðborð og matseðla sem kitla bragðlaukana. Það er líka upplagt að leggja leið sína á eitthvert af fjölmörgum kaffihúsum bæjarins til að hvíla sig við jólagjafainnkaupin og þeir sem vilja kíkja á skyndibitastað hafa úr nægu að velja.


GISTING
Gistimöguleikarnir á Akureyri eru fjölmargir – viltu gista á hóteli eða í hótelíbúð, á gistiheimili eða í íbúðagistingu eða jafnvel í sumarhúsi?  Skoðaðu yfirlit yfir gistimöguleika á visitakureyri.is undir flipanum gisting

VERSLUN
 Það er upplagt að gera jólaverslunina á Akureyri í rólegu og huggulegu umhverfi, þar sem boðið er upp á vandað og fjölbreytt vöruúrval og verslunar- og þjónustuaðilar leggja áherslu á að veita góða og persónulega þjónustu. Þegar nær dregur verður hægt að skoða hér lista yfir opnunartíma verslana í desember.  Hér getur þú skoðað heimasíðuverslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs og Miðbæjarsamtökin á Akureyri halda úti Facebooksíðu.