Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Garðar Kári sigraði Steven Edwards MasterChef

Local Food festival, matarmenningarhátíðin á Norðurlandi fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardaginn. Tilgangur hátíðarinnar er að vekja athygli á Norðurlandi og þeirri miklu matvælaframleiðslu sem þar fer fram, fjölbreyttu úrvali veitingastaða, matarmenningu og annarri framleiðslu sem tengist matvælum.
Sigmundur Davíð kynnir verðlaunasætið.
Sigmundur Davíð kynnir verðlaunasætið.

Local Food Festival

Local Food festival, matarmenningarhátíðin á Norðurlandi fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardaginn. Tilgangur hátíðarinnar er að vekja athygli á Norðurlandi og þeirri miklu matvælaframleiðslu sem þar fer fram, fjölbreyttu úrvali veitingastaða, matarmenningu og annarri framleiðslu sem tengist matvælum.

Norðurland er stærsta matvælaframleiðslusvæði landsins og er sýningin því kjörinn vettvangur fyrirtækja og einstaklinga í geiranum til að vekja athygli á framleiðslu, matarmenningu, matartengdri ferðaþjónustu og verslun.

Áætlað er að um 15.000 gestir hafi sótt sýninguna í ár sem þótti hin glæsilegasta, ekki síst vegna mikils metnaðar sýnenda og allra sem að sýningunni komu. Þá voru matreiðslu- og drykkjakeppnir fleiri en áður og metþátttaka í öllum keppnum.

20 manna hópur úr veitingageiranum í Englandi og Skotlandi komu til að kynna sér matarmenningu norðurlands og tóku fullan þátt í sýningunni og keppnum hennar. M.a. má þar nefna að meistarakokkurinn Steven  Edwards keppti í kokkaeinvígi við landsliðskokkinn Garðar Kára, þar sem Garðar hafði betur í einvíginu.

Úrslit keppna

Nemakeppni

  • Sigurgeir Kristjánsson – Strikið
  • Brynjólfur Birkir – Strikið
  • Sindri Kristinsson – Strikið
  • Reynir Hólm Harðarson – Rub23
  • Halldór Guðlaugsson – Rub23
  • Aron Davíðsson – Múlaberg - Sigurvegari
  • Benedikt – Múlaberg
  • Karen Harðardóttir – Bakaríið við Brúna
  • Baldvin Gunnarsson – Múlaberg

Kokkakeppni (mystery basket)

  • Garðar Kári Garðarsson – Strikið - Sigurvegari
  • Jónas Jóhannsson – Rub23
  • Kolbrún Hólm – Gistihúsið Egilstöðum
  • Johnny Stanford – The Pass Restaurant
  • Mark Devonshire - Kennari og tilrauna kokkur 

Samlokukeppnin

  • Óskar Atli Gestsson - Sigurvegari
  • Aníta – Hlöllabátum
  • Fabrikan
  • Team Landflutningar

Kokkaeinvígi

Garðar Kári Garðarsson – Sigurvegari

Steven Edwards

Kokktailakeppni 

  • Maija – Strikið – Drykkur: Ruska
  • Kiddi – Norðlenski Barinn – Drykkur: Norðan 7
  • Trausti Snær – Múlaberg – Drykkur: Harleyquinn
  • Andrea – Pósthúsbarinn – Drykkur: Ungfrú Norðurland
  • Anna Lilja – Café Amour – Drykkur: Rómeó - Sigurvegari
  • Elín Helga – Bryggjan – Drykkur: Glóð
  • Ársæll – Múlaberg – Drykkur: Mjallhvít

Fallegasti Básinn – Icelandair Hotel

Frumlegasti básinn - Hamborgarafabrikkan

Frumkvöðlaverðlaun ársins - Arctic Sea Products

Allar nánari upplýsingar gefur Erik Newman hjá Viðburðastofu Norðurlands: erik@vidburdastofa.is

Og Júlía Skarphéðinsdóttir: julia@garri.is

Hægt er að finna myndir af sýningunni hér https://drive.google.com/folderview?id=0B0Kw4jOqph0hY1RsM3FRRmFVRFk&usp=sharing

Frekari fréttir er einnig að finna hér.

http://veitingageirinn.is/t…/local-food-syningin-a-akureyri/