Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hæfilegur fjöldi ferðamanna yfir sumartímann

Meirihluti íbúa í Eyjafirði telur að ferðamenn í þeirra heimabyggð séu hæfilega margir yfir sumartímann en heldur fáir á veturna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar „Eyfirðingurinn í hnotskurn“ sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri gerði á Eyjafjarðarsvæðinu.

Meirihluti íbúa í Eyjafirði telur að ferðamenn í þeirra heimabyggð séu hæfilega margir yfir sumartímann en heldur fáir á veturna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar „Eyfirðingurinn í hnotskurn“ sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri gerði á Eyjafjarðarsvæðinu.

Það voru 60% svarenda sem sögðu að fjöldi ferðamanna væri hæfilegur fyrir sumartímann, en 24% sögðu þá heldur marga eða alltof marga yfir sumarið.  Af þeim sem búa á Akureyri sagði tæplega helmingur þeirra sem býr norðan Glerár að ferðamenn væru hæfilega margir á yfir vetrartímann, en þeir sem búa sunnan Glerár sögðu þá heldur fáa á þeim tíma. Til samanburðar kom fram í könnun sem gerð var í fyrra að meirihluti íbúa á Mývatnssveit og á Höfn taldi fjölda ferðamann hæfilegan á veturna en meirihluti íbúa í Eyjafirði þykir þeir heldur fáir.

Lesa má nánar um könnunina og niðurstöður hennar á heimasíðu RMF.