Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Iceland Winter Games 2016 - Keppendur stökkva yfir eldfjall

Iceland Winter Games (IWG) er 10 daga löng vetrar- og útivistarhátíð sem haldin er á Norðurlandi í þriðja sinn í ár og hefur hún fest sig í sessi, jafnt hjá bæjarbúum sem og vetraríþróttafólki og áhugamönnum um allt land. Árið 2015 sameinuðust tvær stærstu vetrarhátíðir Norðurlands, Éljagangur og IWG undir nafni og merkjum Iceland Winter Games, sem gerir IWG að stærstu vetrarhátíð landsins og er enn í mjög örum vexti.
Iceland Winter Games 2016
Iceland Winter Games 2016

     

Iceland Winter Games – 24. mars – 3. apríl 2016

 

Stærsta vetrar- og útivistrhátíð landsins

 

Heimsmeistaramót í Freeski

 

Heimsþekktir keppendur hafa skráð sig til leiks

 

Erlendir fjölmiðlar sýna leikunum mikinn áhuga

    Iceland Winter Games (IWG) er 10 daga löng vetrar- og útivistarhátíð sem haldin er á Norðurlandi í þriðja sinn í ár og hefur hún fest sig í sessi, jafnt hjá bæjarbúum sem og vetraríþróttafólki og áhugamönnum um allt land. Árið 2015 sameinuðust tvær stærstu vetrarhátíðir Norðurlands, Éljagangur og IWG undir nafni og merkjum Iceland Winter Games, sem gerir IWG að stærstu vetrarhátíð landsins og er enn í mjög örum vexti.

Heimsmeistaramót og Íslandsmeistaramót

Aðalviðburðir hátíðarinnar eru AFP heimsmeistaramót í Freeski, alþjóðlega IWG Open snjóbrettamótið og fyrsta Íslandsmeistaramótið á snjóbrettum. Þessir viðburðir eru haldnir í Hlíðarfjalli dagana 31. mars – 2. apríl, en Hlíðarfjall er nú á lista yfir 12 mest framandi skíðasvæði heims.

     Heimsmeistarmótið í Freeski fór fyrst fram á IWG í mars 2014 og markaði sú keppni upphafið að Iceland Winter Games. Freeski heimsmeistaramótið er hluti af AFP mótaröðinni (The  AFP World Tour) og er flokkað sem gullmót, en það er er næst efsta stig í þeirri mótaröð með heildarverðlaunafé upp á tæpar 3 milljónir króna.

Heimþekktir keppendur mæta

Margir af sigursælustu atvinnumönnum heims í Freeski hafa tekið þátt í mótinu síðustu ár og verður engin breyting á því þetta árið. Opnað var fyrir skráningu keppenda á heimasíðu Iceland Winter Games (www.IWG.is) þann 15. janúar s.l., og hafa nú þegar fleiri keppendur skráð sig til þátttöku á IWG 2016 en fyrri ár. Það er því ljóst að þátttökumet verður sett á IWG í ár og von er á fjölda bæði innlendra- og erlendra gesta.

Meðal þeirra sem hafa skráð sig til þátttöku á IWG 2016 eru nokkrir af þekktustu og sigursælustu skíða- og snjóbrettamönnum heims. Má þar t.d. nefna hinn 24 ára gamla Svía Henrik Harlut, en hann var valinn skíðamaður ársins árin 2011 og 2013 (Freeskier Magazine) og besti skíðamaður Evrópu árið 2012 (International Freeski Film Festival). Hann hefur auk þess tvisvar sigrað stærsta skíða- og snjóbrettamóti heims, X-Games í Aspen (2013 og 2014), unnið European Open 2009 og keppt fyrir hönd Svía á Ólympíuleikunum í Sochi svo eitthvað sé nefnt. Aðrir þekktir atvinnumenn á skíðum og snjóbrettum sem hafa skráð sig til þátttöku á IWG 2016 eru t.a.m. hinn finnski Antti AuttiScotty Lago (USA) Scotty Lago (USA) Scotty Lago á glæstan feril að baki.Brons verðlaunahafi á Ólympíleikunum í Sochi,unnið 4 sinnum til verðlauna á X – Games í Aspen,og hefur verið atvinnumaður á snjóbrettum frá 12 ára aldri.

og Phil Casabon (CAN) hefur einnig staðfest þáttöku sína.

Munu þeir allir dvelja á Norðurlandi í eina viku til viðbótar þátttökunnar á IWG við tökur á nýjum skíða- og snjóbrettamyndum, þar sem íslensk náttúra og norðlensku fjöllin spila mjög stórt hlutverk.

Hlíðarfjall breytt í eldfjall

Helstu nýjungar á IWG 2016 eru þær að í ár verður keppt í svokölluðu „Big Air“ í stað brekkustíls (e. slopestyle), en þá er keppt á einum stórum palli í stað þriggja minni. Ennfremur verður pallurinn mótaður og skreyttur í líkingu við íslenska eldfjallið Heklu, en skíða- og brettakeppnin hefur fengið heitið IWG “Volcanic Big Air compitition”. Þá fer aðalkeppnin fram að kvöldi til ólíkt fyrri árum og Hlíðarfjall verður upplýst í anda eldgosa og norðurljósa í rökkrinu. Keppendur þurfa því að sigra íslenskt eldfjall á IWG til að standa uppi sem sigurvegarar í ár.

     Af öðrum viðburðum IWG má nefna fyrsta “freeride” mótið sem haldið hefur verið á Íslandi, rail- og jibmót í miðbæ Akureyrar, vélsleða- stökk og prjónkeppnir, hestasýningar, hundasleðasýning og margt margt fleira, en árið 2015 voru yfir 80 viðburðir haldnir í tengslum við IWG.  Þá verður einnig stóraukin nætur- og skemmtidagskrá í boði á IWG 2016, bæði sem hluti af dagskrá IWG og “off venue” viðburðir þar sem margar af vinsælustu íslensku hljómsveitum og tónlistarmönnum koma fram á hátíðinni.  

Auk allra viðburða IWG koma allflestir ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi að IWG og bjóða upp á skipulagðar ferðir á meðan á hátíðinni stendur. Þar má finna ferðir á borð við troðaraferðir á Múlakollu á Tröllaskaga og á Kaldbak, vélsleðaferðir, þyrluskíðaferðir, norðurljósaferðir, skonnortu skíðaferðir um Eyjarfjörð með vistvænum bátum Norðursiglingar og margt fleira.

Erlendir fjölmiðlar áhugasamir

Átta erlend upptökulið hafa boðað sig á IWG 2016, ýmist til að fylgja þekktum atvinnumönnum eftir eða taka upp leikana í heild til að sýna víðsvegar um heiminn. Búast skipuleggjendur hátíðarinnar við að þeim muni fjölga þegar nær dregur leikunum. Þá verður dönsk skíða- og snjóbrettamynd tekin upp á Norðurlandi á meðan  leikunum stendur og er sú mynd fyrsta danska skíða- og snjóbrettamynd sem tekin er upp í fullri lengd. Verður hún frumsýnd í kvikmyndahúsum í Danmerkur í byrjun næsta vetrar.

Að sögn Viðburðastofu Norðurlands, skipuleggjanda Iceland Winter Games er það ekki síst náttúran og fjöllin á Norðurlandi sem hafi vakið svo mikla athygli og kveikt áhuga áhuga fyrir leikunum. Fyrir IWG 2016 hefur Viðburðastofa Norðurlands gert samstarfssamning við stærsta skíða- og snjóbrettamiðil í Evrópu „Downdays“, en Downdays heldur úti stærsta skíða- og snjóbrettamiðli í Evrópu ásamt því að halda nokkur af stærstu mótum ársins sbr. Nine Knights í Austurríki, B&E Invitational mótið í Frakklandi og mörg fleiri. Telja þeir að tækifærin til vetrar- og ævintýraferðamennsku á Norður Íslandi sé einstakt á heimsvísu, hvort sem litið er til mikils framboðs skíðasvæða á Norðurland eða skipulagðra vetrarferða sbr.  troðaraskíðaferða, þyrluskíðaferða, vélsleðaferða og margt fleira.

Áhugi erlendra fjölmiðla á IWG hefur aukist jafn og þétt og hefur fjölmiðlafólk frá öllum helstu skíða- og snjóbrettamiðlum í heimi boðað sig á leikana í ár. Þess má geta að Markaðsstofa Norðurlands og Viðburðastofa Norðurlands verður með sérstaka boðsferð fyrir fjölmiðlafólk um Norðurland, þar sem skíðasvæðin 5 verða heimsótt og þeim kynnt allt það helsta sem er í boði í vetrarferðamennsku á svæðinu.

Eyjafjarðarsvæðið góður kostur

Eitt helsta markmið verkefnisins er að auka ferðamannastraum um Eyjafjarðarsvæðið, auka fjölbreytni keppnissvæða freeski- og snjóbrettaíþróttarinnar og sýna fram á að skíðasvæðin á Eyjafjarðarsvæðinu eru kjörinn vettvangur til að halda skíðamót af þessari stærðargráðu. Einnig er markmið að auka þekkingu á Eyjafjarðarsvæðinu á mótshaldi sem þessu.

Verkefnið leiðir af sér aukningu á innlendum og erlendum ferðamönnum yfir vetrartímann, þar sem það er skipulagt utan háannatíma í ferðaþjónustu. Mótið stuðlar að lengingu ferðamannatímabils og gerir Eyjafjörð að spennandi áfangastað fyrir vetrar- og ævintýraferðamennsku. Fjárhagslegur ávinningur er því talsverður fyrir hagsmunaaðila svæðisins, sem eru ferðaþjónustuaðilar, verslanir, veitingahús, fólksflutningafyrirtæki, gististaðir og aðrir aðilar tengdir ferðaþjónustu.

Frekari upplýsingar um Iceland Winter Games hátíðina veita; Erik Newman: erik@vidburdastofa.is / David Gunnarsson: david@vidburdastofa.is hjá Viðburðastofu Norðurlands

Hlekkir: