Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þrír nýir aðalmenn í stjórn Markaðsstofunnar

Þrír nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Hótel KEA þriðjudaginn 16. maí. Dagskrá fundarins var samkvæmt skipulagsskrá.
Unnur, Arngrímur, Sigríður, Edda, Sigríður, Tómas, Þórdís.
Unnur, Arngrímur, Sigríður, Edda, Sigríður, Tómas, Þórdís.

Þrír nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Hótel KEA þriðjudaginn 16. maí. Dagskrá fundarins var samkvæmt skipulagsskrá og hér neðst má finna tengla á glærusýningar um verkefni ársins 2016 og ársreikning.

Kosið var um tvær stöður aðalmanna á Norðurlandi eystra, þar sem fjórir voru í framboði, og eina stöðu á Norðurlandi vestra en þar var einn frambjóðandi.  Þau Edda Hrund Guðmundsdóttir Skagfield, hótelstjóri Hótels Laxár í Mývatnssveit og Arngrímur Arnarson, markaðsstjóri Norðursiglingar á Húsavík urðu hlutskörpust í kosningunni um aðalmenn frá Norðurlandi Eystra. Unnur Valborg Hilmarsdóttir var kjörin frá Norðurlandi vestra, en hún er eigandi Sólgarðs Apartments og er einnig nýkjörinn formaður Ferðamálaráðs.

Kosið er um hvert sæti í stjórninni til tveggja ára í senn og varamenn eru kosnir á hverju ári. Þrír stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér áfram, þau Svanhildur Pálsdóttir, Gunnar Jóhannesson og Njáll Trausti Friðbertsson. Svanhildur hafði setið í stjórn Markaðsstofunnar í tíu ár eða fimm kjörtímabil og Gunnar í sex ár eða þrjú kjörtímabil. Njáll Trausti var kosinn inn í stjórn árið 2015 og sat því eitt kjörtímabil.

Stjórnina skipa nú: Sigríður María Róbertsdóttir frá Sigló Hótel (kosin 2016), Sigríður Káradóttir frá Gestastofu Sútarans (kosin 2016), Edda Hrund Guðmundsdóttir frá Hótel Laxá (kosin 2017), Arngrímur Arnarson frá Norðursiglingu (kosinn 2017) og Unnur Valborg Hilmarsdóttir frá Sólgarði Apartments (kosin 2017). Varamenn eru Þórdís Bjarnadóttir frá Höldi og Tómas Árdal frá Arctic Hotels.

Hér má sjá glærukynningu um verkefni ársins 2016.

Hér má sjá glærur frá kynningu á DMP verkefninu.