Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Upplifðu Norðurland

Norðurland er stór og hrífandi landshluti og þar má finna allt sem gerir Ísland að eftirsóttum stað: Menningu og blómlegt mannlíf, óendanlega möguleika til útivistar og afþreyingar, stórbrotna náttúru til sjávar og sveita og fleiri náttúruperlur en víðast er að finna.
Norðurland
Norðurland

Norðurland er stór og hrífandi landshluti og þar má finna allt sem gerir Ísland að eftirsóttum stað: Menningu og blómlegt mannlíf, óendanlega möguleika til útivistar og afþreyingar, stórbrotna náttúru til sjávar og sveita og fleiri náttúruperlur en víðast er að finna. 

Á vorin bræðir sólin snjóinn og landið klæðist grænum sumarskrúða sínum. Þá er tími útiveru, ferðalaga og endurnæringar. Sumir skreppa í gönguferðir, sund eða golf. Aðrir velja veiðar, útreiðartúra eða ævintýralegar siglingar á sjó, ám eða vötnum. Um allt Norðurland geta ferðamenn fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Boðið er upp á ferðir milli bæja, út í eyjar og inn á hálendið til að skoða fjöll, hveri, fossa, jökulár, eldgíga, sérkennilegt landslag og aðrar jarðmyndanir sem móðir náttúra hefur skapað. Ferðir um hálendið eru ógleymanlegar ævintýraferðir. Haustið býður upp á fallega liti og veturnir hafa líka sinn sjarma. Þá eru vetraríþróttir alls ráðandi, norðurljós iða á köldum himni og jafnvel myrkrið getur veitt mönnum innblástur og andagift.