Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gönguferðir

Stóraukin þjónusta við göngufólk hefur verið áberandi í ferðaþjónustu á Norðurlandi á síðustu árum. Mikill fjölbreytileiki er í gönguleiðum á Norðurlandi. Þannig má bæði finna þægilegar gönguleiðir fyrir alla fjölskylduna, t.d. í nágrenni Sauðárkróks, og krefjandi gönguleiðir, t.d. í nágrenni Hóla í Hjaltadal og víðar á Tröllaskaga. Í Fjörðum og víðar má skynja sögu horfinna byggða og víða í Húnavatnssýslum má rekja sig um slóðir fornsagna, t.d. Grettissögu. Við gönguferð má síðan auðveldlega tengja stangaveiði, safnaskoðun, siglingu, hvalaskoðun, selaskoðun, flúðasiglingar, hestaferð eða eitthvað annað. Reimaðu á þig gönguskóna, ævintýrin bíða þín fyrir norðan!

Sportferðir ehf.
Sportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða  hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ferðirnar eru framkvæmdar um allt land og í samvinnu við marga aðra ferðaþjónustuaðila. Gísting á vegum Sportferða er í Ytri-Vík í Eyjafirði.  Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.Í húsinu eru 7 svefnherbergi tveggja- og þriggjamanna og rúmar húsið 16 manns í uppbúin rúm. Í húsinu er fullbúið eldhús og borðstofa sem rúmar 25 manns og einnig lítil setustofa.  Í kjallara hússins er gufubað og búningsaðstaða fyrir gesti og stór heitur pottur fyrir utan.Frístundahúsin Í Ytri Vík eru einnig 7  fullbúin sumarhús.
Iceland Yurt
Iceland Yurt býður upp á einstaka gistingu í Mongólíu tjöldum (Ger/Yurt) allan ársins hring í rólegu og náttúrulegu umhverfi með stórkostlegt fjallaútsýni og útsýni yfir Eyjafjörð og Akureyri. Einnig eru þau með Gaia hofið þar sem boðið er upp á námskeið og heilsumeðferðir fyrir ferðamenn, náttúruunnendur og þá sem vilja efla eigin heilsu og innri styrk.Þetta býður upp á meiri meðvitund um náttúruna og umhverfið jafnt sem eigið andlegt og líkamlegt jafnvægi. Gaia hofið, námskeið og tónheilun Þóra Sólveig býður upp á námskeið, hugleiðslur, athafnir, hreyfingu í núvitund/dans, djúpa slökun og tónheilun. Solla spilar á gong, kristal hljómskálar og önnur heilandi hljóðfæri fyrir einstaklinga, pör og hópa í náttúrunni eða inni í Gaia hofinu í okkar einstaka hand útskorna Yurt. Hægt er m.a. að bóka einkatíma í hljóðheilun með kristal tónkvísl og hreinum kjarnaolíum.  Nokkur orð frá gestum okkar: Gisting í Yurt: ‘Amazing yurt, very cozy and warm. Beautiful view in such a quiet place’ ‘This place is truly amazing. The kids will be talking about their stay in the yurt for a long time to come´ ´This was such a fun and memorable experience for myself, my husband, and our 2-year old son.´ ´We stayed at Iceland Yurt with three of us when travelling around Iceland in August. I have never slept in a yurt before and I am really impressed how clean and comfortable everything was. The yurt is really cozy with a stove in the middle, the beds are great and there are plenty of woollen blankets and pillows. We fell asleep listening to the light drizzle of rain outside and woke up next morning to a beautiful view over Akureyri and with a great breakfast lovingly prepared in a small cooling box. The hosts are so nice and welcoming and I'll gladly stay here again.´ Heilsumeðferð í Gaia hofinu: ´Amazing experience with Solla- felt like a part inside of me was awaken again and I felt new born after!! I felt like in peace surrounded with relaxing and nourishing healing bowls and  gong sounds, touching the body and soul- and Solla guided me with a respectful and intuitive way through sounds and touch to remember my own being again. A deep and healing experience - I warmly recommend to receive a healing session with Solla! So grateful to get the first private session with her!´ (in the Gaia Temple).
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.  Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.  Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.  Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.  Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.  Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
Ferðaskrifstofan Nonni
Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu. Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa. Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.
Geo Travel
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Askja - Mývatn Tours
Öskjuferðin er ógleymanleg dagsferð, ósnortið svæði og það er eins og maður er staddur á tunglinu. Farið er frá Mývatnssveit sem leið liggur upp á hálendið. Ferðin tekur um 3-4 klukkustundir að komast upp á Öskjuplan þar sem gengið er inn að Öskjuvatni. Gangan tekur um 35 mínútur og er löng en flat er inn að vatni. Á leiðinni upp á plan er stoppað við ýmsa fegurðarstaði eins og Grafarlandaá, Herðubreiðarlindir og Jökulsá á Fjöllum. Þegar er komið er upp á plan þá er stoppað þar um 2 til 3 tíma, fer eftir veðri og fjölda. Nægur tími til að ganga og skoða sig um og jafnvel fá sér sundsprett í Víti, þegar aðstæður leyfa. Síðan er stoppað í Drekagili á leið til baka. Þar er hægt að setja niður og jafnvel ganga inn Drekagil. Við erum að koma til baka á milli 19 og 20 á kvöldin.
Akureyri - Gakktu í bæinn
Vegna anna er ekki lengur hægt að bóka í ferðir þetta sumarið.
Ferðafélag Akureyrar
Ferðafélag Akureyrar (FFA) var stofnað árið 1936 og er deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið skipuleggur á hverju ári 50 - 60 ferðir aðallega á Norðurlandi. Ferðirnar eru á mismunandi erfiðleikastigi og birtist áætlun yfir þær á heimasíðu FFA www.ffa.is Einnig eru stuttar sunnudagsgöngur kl. 10, þær eru fríar og öllum opnar. Félagið er einnig með hópverkefni og námskeið sem fólk getur skráð sig í. Ferðafélag Akureyrar á og rekur sjö skála, þeir eru í Herðubreiðarlindum, við Drekagil og í Laugafelli, þar eru skálaverðir yfir sumartímann. Gönguskálarnir eru fjórir í Suðurárbotnum, í Dyngjufjalladal, við Bræðrafell og á Glerárdal. Nánar um það á heimasíðu FFA.  Ferðir allt árið. Sjá heimasíðu, www.ffa.is/ Skrifstofa Ferðafélags Akureyrar er opin sem hér segir:Vetraropnun er frá 1. október til 30. apríl mánudaga til föstudaga kl. 11:00-13:00.Sumaropnun er frá 1. maí til 30. september mánudaga til föstudaga kl. 14:00-17:00. Á skrifstofunni er almenn afgreiðsla og þar eru veittar upplýsingar til félagsmanna og annarra þeirra sem nýta þjónustu félagsins. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið ffa@ffa.is eða hringja í síma 462 2720.
Sóti Lodge / Summit Heliskiing
Ferðaskrifstofan Sóti Summits leiðir saman fólk sem þyrstir í ævintýri í náttúru Íslands. Lögð er áhersla á að veita gæðaþjónustu og skapa eftirminnilegar upplifanir fyrir gesti.  Ferðaframboðið er byggt á grunni þess sem starfsfólk og aðstandendur Sóta vilja upplifa og njóta sjálf, en m.a. býður Sóti Summits námskeið fyrir gönguskíðafólk, fjallaskíðakappa, kayakræðara og fjallahjólafólk. Auk þessa hannar Sóti Summits ferðir fyrir hvers kyns hópa, setur saman sérhannaða dagskrá, sér um allar ferðaskipulagningu og heldur utan um hópinn á meðan á dagskrá stendur. Þetta er tilvalinn kostur fyrir vinahópa og fjölskyldur, sem og vinnustaði sem vilja auðga vinnustaðamenninguna, ræða framtíðarsýn og stefnumál og friðsælu umhverfi, eða hrista ghópinn saman með þátttöku í útivist og ævintýrum.
Bergmenn ehf.
Jökull Bergmann er stofnandi Bergmanna og jafnframt fyrsti og eini faglærði fjallaleiðsögumaður landsins. Bergmenn sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku. Á Íslandi leggjum við megináherslu á fjallaskíða- og þyrluskíðaferðir á vorin ásamt fjallgöngum á landsins hæstu tinda. Á sumrin klífum við kletta og fjöll ásamt því sem við bjóðum uppá sérsniðnar fjallaferðir í Alpana, til Grænlands eða á hvern þann tind sem hugur þinn girnist. Ef þú ert að leita að ógleymanlegri upplifun undir öruggri handleiðslu fagmanna eru Bergmenn til þjónustu eiðubúnir. Sjáumst á fjöllum. www.bergmenn.comwww.arcticheliskiing.comwww.ravenhilllodge.comwww.karlsa.com                                         
The Traveling Viking
The Traveling Viking er nýr og framsækinn ferðaskipuleggjandi í Eyjafirði með áherslu á norðaustur Ísland.The Traveling viking býður upp á persónulega og mjög góða þjónustu við ferðamenn á svæðinu, hvort sem þar er um að ræða erlent sem innlent ferðafólk. Við viljum með persónulegri þjónustu, ríkri þjónustulund og góða skapinu,  búa okkur til sérstöðu á markaðnum og bjóða upp á úrvalsferðir fyrir jafnt minni sem stærri hópa. The Traveling Viking býður uppá ótal möguleika á ferðum um svæðið. Einnig getum við hæglega sett saman ferð fyrir ykkur hvert á land sem er. Við erum með stóran lista af samstarfsaðilum, sem við getum með stuttum fyrirvara hóað í okkur til aðstoðar við að búa til ógleymanlega ferð, hvort sem þar er um að ræða stóra sem minni hópa. Það breytir engu hvort um er að ræða saumaklúbb, útskriftarhópa, félagasamtök, vinnufélaga, íþróttahópa eða hvað sem er. Hafið samband og við hjálpum ykkur að búa til þá ferð sem þið viljið fá.
Gistiheimilið Básar
Á Básum eru 8 herbergi með 18 rúmum. Skipast þau þannig að það eru 2 einsmannsherbergi, 3 tveggjamanna, 2 þriggjamanna og 1 fjögurramanna. Hægt er að fá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Fallegar myndir af lífinu í Grímsey príða veggi Bása allt frá torfkofum til dagsins í dag, þessar myndir er hægt að fá keyptar (ljósmyndarinn er hinn eini sanni Friðþjófur Helgason). 
North East Travel
Upplifðu norðaustur landið með North East Travel, sem er staðsett á Bakkafirði. Falin perla þegar kemur að nátturu, dýralífi og útiveru. Sérhannaðar ferðir gerir þetta að fullkomnum möguleika fyrir hvern sem er sem langar að upplyfa svæðið.
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar. Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli. Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð. Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla. Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Arctic Trip
Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey. Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði. Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!” Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar. Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar. Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.
SBA-Norðurleið
 SBA - Norðurleið sérhæfir sig í útleigu hópferðabifreiða og er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi.Fyrirtækið er með starfstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði.   SBA-Norðurleið leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum góða bíla sem henta við öll tækifæri. Bílaflotinn samanstendur 100 vel útbúnum bifreiðum til sumar-og vetraraksturs sem taka 6-73 farþega í sæti ogþar af eru nokkrir öflugir fjórhjóladrifnir (4X4) rútur sem auka möguleika og öryggi í fjalla- og vetrarferðum.   Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur stjórnenda, bifvélavirkja, bílstjóra og leiðsögumanna með yfir þriggjaáratuga reynslu af rekstri hópferðabíla.   Það getur verið þægilegur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur að leigja rútu.  Algengustu verkefni SBA-Norðurleiðar:  · Lengri og styttri hópferðir fyrir ferðaskrifstofur, fyrirtæki og einkaaðila.  · Þjónusta við skemmtiferðaskip  · Íþróttaferðir  · Akstur til og frá flugvelli  · Skólahópar  · Ráðstefnuhópar  · Akstur í tengslum við veislur og hátíðleg tækifæri  Til að fá tilboð eða frekari upplýsingar sendið tölvupóst á sba@sba.is. Öllum fyrirspurnum er svaraðeins fljótt og auðið er.   
Ferðaþjónustan Brúnastöðum
Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort.  Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur. Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu. HúsdýragarðurinnÁ Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga. Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00.  Þið finnið okkur á Facebook hér.
Scandinavia Travel North ehf.
Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv. Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best. Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð. Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið. Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka. Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 

Aðrir (23)

Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Season Tours Fífuhjalli 19 200 Kópavogur 8634592
Arctic Exposure Skemmuvegur 12 (blá gata) 200 Kópavogur 617-4550
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Sörlatunga Austurhlíð 541 Blönduós 892-1270
Lifandi leiðsögn Skagfirðingabraut 35 550 Sauðárkrókur 899-3551
Lambagras ehf. Kárastígur 13 565 Hofsós 695-8533
TrollTravel Báta Dokkin 580 Siglufjörður 898-7180
Top Mountaineering / Top Trip Hverfisgata 18 580 Siglufjörður 8984939
Huldustígur Víðilundur 4 600 Akureyri 897-0670
Wide Open Aðalstræti 54a 600 Akureyri 659-3992
Trans - Atlantic Tryggvabraut 22 600 Akureyri 588-8900
Inspiration Iceland Knarrarberg 601 Akureyri 865-9429
goHusky Glæsibær 604 Akureyri 898-9355
Arnarnes Álfasetur Arnarnes 604 Akureyri 894-5358
Alkemia Helgafell 606 Akureyri 847-4133
Kaffi Klara - Gistihús og veitingar Strandgata 2 625 Ólafsfjörður 466-4044
Ferðafélagið Trölli Ólafsvegi 42 625 Ólafsfjörður 868-8853
Arctic Nature Experience Smiðjuteigur 7 641 Húsavík 464-3940
Gistihúsið Staðarhóli Staðarhóll, Aðaldalur 641 Húsavík 464-3707
Gistiheimilið Stöng Mývatnssveit 660 Mývatn 464-4252
Gistiheimilið Eldá / Helluhraun / Birkihraun Helluhraun 15 660 Mývatn 899-6203