Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gistiheimilið Grásteinn

- Léttar göngleiðir

Grásteinn Guesthouse er fjölskyldurekið gistiheimili á sauðfjárbúinu Holti. Við bjóðum uppá gistingu í tveggja manna herbergjum, smáhýsum fyrir 3 og fjölskylduherbergi fyrir 5. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi og opnu WiFi neti. 

Gestir okkar hafa aðgang að notalegu seturými við kamínu í aðalbyggingunni og þar er Heiðarlegi barinn opinn eftir þínum þörfum. 

Eldum kvöldmat fyrir 6 eða fleiri, svo það er um að gera að hringja á undan sér og láta vita ef áhugi er fyrir því.

Gestum býðst að hitta dýrin á bænum og mögulegt að fara á hestbak. Erum með frisbígolf körfu og skemmtilegar gönguleiðir.  

Á Grásteini ertu miðsvæðis fyrir allar perlur Norðausturhornsins, s.s. Dettifoss, Ásbyrgi, Langanes, Rauðanes, Heimsskautagerði og dásamlegu Selárlaug í Vopnafirði.

Gistiheimilið Grásteinn

Gistiheimilið Grásteinn

Grásteinn Guesthouse er fjölskyldurekið gistiheimili á sauðfjárbúinu Holti. Við bjóðum uppá gistingu í tveggja manna herbergjum, smáhýsum fyrir 3 og f
Sillukot – Sælusápur

Sillukot – Sælusápur

Sillukot ehf er lítið fjölskyldufyrirtæki staðsett á Gunnarsstöðum í Þistilfirði sem framleiðir, handgerðar sápur, kerti og varasalva ásamt að reka sa