Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Jólasveinarnir í Dimmuborgum

22.-23. desember

Komdu og heimsæktu Jólsveinana í Dimmuborgum.

Allt frá upphafi hafa þau Grýla og Leppalúði búið í Lúdentsborgum  og hafa þau alið af sér 13 jólasveina. Þegar jólasveinarnir fóru að vaxa úr grasi fannst Grýlu og Leppalúða vera farið að þrengjast um sig í sínum vistaverum og strákana var farið að langa að vera út af fyrir sig. Var því ákveðið að fara í landvinning og finna nýtt heimili fyrir afkvæmin. Leitað var út um allan heim, farið til Finnlands, Grænlands og víðar. En þegar allt kom til alls þá var best að vera í nágrenni við mömmu og pabba, Dimmuborgir var tilvalinn staður til að setjast að í.

Frá þeirri stundu hafa jólasveinarnir búið í Dimmuborgum og liðið mjög vel með útsýni yfir hina fögru Mývatnssveit. Í fyrstu voru jólasveinarnir miklir ærslabelgir og stunduðu það að gera prakkarastrik um sveitir landsins en í seinni tíð hafa þeir róast og eru í dag bestu vinir barnanna.

Jólasveinarnir hafa tekið upp þann sið að taka á móti börnum á öllum aldri á aðventunni í Dimmuborgum. Gera þeir það þannig að á ákveðnum tíma eru þeir við hellismunnan sinn og heilsa upp á börnin við stólinn sinn inni á Hallarflöt.

12. desember fara þeir svo að koma til byggða, einn af öðrum og færa góðum börnum gjafir í skóinn. En þeim sem hafa ekki verið góð færa þeir stóra kartöflu.

GPS punktar

N65° 36' 10.141" W16° 55' 42.254"

Staðsetning

Dimmuborgir, Geiteyjarströnd, Mývatn