Upplýsingar um verð
9:00 Hjólagleði þar sem fulltrúar frá Erninum sýna hjóla og bjóða upp á hjólastillingar áður en farið er í samhjól í kringum Svínavatn https://www.facebook.com/events/424587420552502/
DAGSKRÁ RABARBARAHÁTÍÐAR Í KRÚTTINU Á BLÖNDUÓSI 29. JÚNÍ |
12:00 Tekið á móti réttum í uppskriftakeppni og Friðrik Halldórs spilar rabarbaralagið og fleiri lög
12:30 - 14:00 Nokkur stutt erindi með fróðleik um
rabarbara fyrr og nú, sjón er sögu ríkari
14:00 - 17:00 Uppskriftakeppni og smakk
- Vörukynningar smáframleiðenda
- Sýning á jurtalitun með rabarbararót
- Markaður
- Smakk og sýnishorn af mismunandi vörum úr rabarbara
- Sultugerð
- Listasmiðja
17:00 Úrslit í uppskriftakeppni kynnt og verðlaunaafhending fer fram
HILLEBRANTSHÚS |
Listasýningin „Við erum náttúran“ í túlkun listakvennanna Inese Elferte og Morgan Bresko
HÉRAÐSSKJALASAFN OG BÓKASAFN |
Ljósmyndasýning með gömlum myndum af svæðinu og ýmsar bækur tengdar "tröllasúrunni" til sýnis kl.15:00-17:00 (sérstakur opnunartími í tilefni dagsins)
DAGSKRÁ UTAN HÚSS Í GAMLA BÆNUM |
12:00-15:00 Útileikir og listasmiðjur fyrir börnin
Kl.14:00 Söfnum sögum um gamla bæinn, Katharina Schneider leiðir göngu um söguslóðir í gamla bænum og kallar fram sögur af mannlífinu. Hvetjum alla sem þekkja svæðið til að koma og segja frá
Kl.15:00 Rabarbari tekin upp með börnum við Sæmundsenhús (Kiljuna). Börn fá með sér rabarbara og uppskriftir. Einnig fá þau að smakka rabarbara með sykri eins og vinsælt var á síðustu öld þegar minna var um sælgæti.
Kl. 16:00 Fuglaskoðun með Einari Þorleifssyni
Kl. 18:00 Draugaganga með Björk Bjarnadóttur