Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sumar í Hlíðarfjalli

18. júlí - 8. september

Við viljum bjóða sem allra flestum að njóta útivistar í Hlíðarfjalli jafnt sumar sem vetur. Á sumrin opnum við svæðið okkar að jafnaði fyrripart júlí mánaðar og höfum opið fyrir gesti og gangandi fram í byrjun September.

Fjarkinn stólalyfta er aðal lyftan okkar á sumrin en við munum í ár aftur opna efri stólalyftuna, Fjallkonuna, 5 helgar til að leyfa gestum okkar að komast með lyftum uppfyrir 1000m.

Við bjóðum uppá eina hjólagarð Íslands með frábærum hjólaleiðum víðsvegar um fjallið sem tengjast svo áfram niður í Glerárdal og alla leið út í Kjarnaskóg ef útí það er farið.

En svæðið er ekki síður skemmtilegt fyrir gangandi sem geta notið útsýnisins yfir Eyjafjörðinn og gengið um í fallegu landslagi ofan við Akureyri. Hægt er að ganga ýmsar leiðir um hlíðar fjallsins eða halda uppá fjallið sjálft að Harðarvörðu td. Gangandi gestir geta bæði gengið niður eða nýtt sér lyfturnar svo það getur nánast hver sem er komið með í Hlíðarfjall að sumri til, ungir sem aldnir.

Opnunartímabil Hlíðarfjalls sumarið 2024 er sem hér segir:
Fjarki stólalyfta – 18. Júlí til 8. September - Fimmtudag til Sunnudags
Fjallkona stólalyfta – 27. Júlí til 25. Ágúst – Laugardaga og Sunnudaga

Verið velkomin í Hlíðarfjall :)

GPS punktar

N65° 39' 35.137" W18° 13' 10.027"

Sími