Laugafell er um 20 km suður af botni Eyjafjarðardals og um 15 km norðaustur frá Hofsjökli. Frá Laugafelli liggja slóðir til Eyjafjarðar, Skagafjarðar, Bárðardals og suður Sprengisand. Fólk sem hyggur á ferðir í Laugafell þarf að kynna sér vel ástand vega hjá Vegagerðinni. Skálarnir eru hitaðir upp með laugavatni allt árið. Áhöld og eldunartæki eru í til staðar. Gestir geta fengið aðgang að kolagrilli en þurfa að koma með kol sjálfir. Góð snyrtiaðstaða er á staðnum ásamt heitri laug. Gistirými er í skála fyrir 20 manns, á svefnlofti yfir snyrtihúsi er gistirými fyrir 12 manns og í Þórunnarbúð er gistirými fyrir 12 manns. Gott tjaldsvæði er í Laugafelli, snyrtiaðstaða og heit laug.
Skálaverðir eru í skálunum frá byrjun júlí fram í september. Utan þess tíma er hægt að hafa samband við skrifstofu FFA til að fá gistingu.
GPS: N65°01,63 W18°19,95
20 km suður af botni Eyjafjarðardals. Upphitað, gaseldavél, áhöld, wc.