Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sölvanes

- Svefnpokagisting

Notaleg gisting á góðu verði á sveitabæ, 21 km sunnan við Varmahlíð. Í gestahúsinu er gisting í 4 herbergjum (3x2ja manna, 1x3+ manna), sameiginlegt eldhús og tvö baðherbergi. Morgunverður og kvöldverður ef pantað er fyrirfram. Hægt að bóka stök herbergi eða allt húsið. 

Frítt WiFi

Hleðslustöð fyrir rafbíla (hleðsla innifalin í gistingu sumarið 2020)

Okkar kjötafurðir beint frá býli seldar á staðnum

Húsdýr og fjárhúsheimsóknir eftir árstíðum - sauðfé, hross, kálfar, hundur, köttur og hænur.

Fluguveiði í Svartá, bókanir eru gerðar á https://veida.is/vara/veidileyfi-i-svarta/

Góðar styttri gönguleiðir í heimalandinu og norður bakka Svartár. Stutt í hestaleigu/torfhesthús, handverkssölu/handverksnámskeið/geitur/endur.

Flúðasiglingar og náttúrulaug í nágrenni.

Lengri gönguleiðir í nágrenninu t.d. á Hamraheiði, Mælifellshnjúk, Glóðafeyki, Molduxa, Tindastól eða í Austurdal. 

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana eða bókið á solvanes.is

Sölvanes

Sölvanes

Notaleg gisting á góðu verði á sveitabæ, 21 km sunnan við Varmahlíð. Í gestahúsinu er gisting í 4 herbergjum (3x2ja manna, 1x3+ manna), sameiginlegt e
Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum

Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum

Lýtingsstaðir er skagfirskur sveitabær með hrossarækt, staðsettur 19 km frá þjóðveg 1, sunnan við Varmahlíð. Héðan er stutt á Sprengisand og á Kjalveg
Rúnalist Stórhól - Handverk og húsdýr

Rúnalist Stórhól - Handverk og húsdýr

Stórhóll er staðsettur í Skagafirði í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, um 18 km í suður frá Varmahlíð við veg 752 Skagafjarðarveg.   Stórhóll er 50ha