Aðgengi að Íslandi - Málþing um millilandaflug á Norður og Austurland - Upptökur
Þriðjudaginn 13. september munu MN og flugklasinn Air 66N halda málþing um millilandaflug á Norður- og Austurlandi undir yfirskriftinni "Aðgengi að Íslandi". Málþingið verður haldið í Flugsafni Íslands á Akureyri og hefst kl. 14:00.
Á málþinginu verður fjallað um möguleika á auknu millilandaflugi og mikilvægi flugvallanna fyrir dreifingu ferðamanna, nýtingu fjárfestinga og öryggi flugfarþega til landsins. Við fáum líka áhugavert erindi frá sænskum flugvallarstjóra sem segir frá reynslu þeirra af flugvallarrekstri með annarri nálgun en almennt gerist.
Þátttaka er án endurgjalds, en vinsamlegast skráið ykkur hér.
Hér má sjá upptökur af málþinginu. Athugið að þær eru í þremur hlutum í play-listanum hér fyrir neðan.
Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:
Dagskrá:
14:00 Setning málþings
- Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
14:10 Leiðir liggja til allra átta…
- Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður, ferðaþjónusta og skapandi greinar, Íslandsstofa
14:20 Hænan eða eggið – hvort kemur á undan?
- Þórir Garðarsson, varaformaður SAF
14:30 Vegvísir í ferðaþjónustu og millilandaflug
- Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála
14:40 Flugþróunarsjóður – fjárfesting ríkisins í fleiri gáttum
- Valgerður Rún Benediktsdóttir, formaður stjórnar Flugþróunarsjóðs
14:50 Kaffihlé
15:20 Markaðssetning Isavia á flugvöllum landsins
- Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia
15:30 Ljón í veginum
- Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar
15:40 New thinking in managing airports
- Robert Lindberg, Managing Director of Skelleftea Airport in Sweden
16:10 Pallborðsumræður
16:30 Þingslit
Fundarstjóri: Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri flugklasans Air 66N
Vinsamlegast skráið þátttöku hér.