Forgangsverkefni sveitarfélaga uppfærð í Áfangastaðaáætlun
Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland hefur nú verið uppfærð og birt á vef MN, en hún byggir á fyrri útgáfu, þar sem lagður var grunnur að stefnu um þróun ferðaþjónustu á Norðurlandi og skilgreiningu lykilverkefna. Í þessari útgáfu hafa talnagögn verið uppfærð, sem og verkefnastaða. Einnig er lagður fram listi yfir forgangsverkefni sveitarfélaga.
Fyrsta útgáfa Áfangastaðaáætlunar 2024 er nokkuð styttri en fyrri áætlanir og gefin út á PDF formi. Stefnt er að því að koma henni í veflausn á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands innan tíðar og verður sú útfærsla kynnt betur þegar hún fer í loftið. Þar verður að finna frekari tölfræðilegar upplýsingar og ítarlegri lýsingar á einstökum verkefnum.
Smelltu hér til að skoða Áfangastaðaáætlun Norðurlands 2024.
Smelltu hér til að skoða lista fyrir forgangsverkefni sveitarfélaga á vefnum.