Af hverju Norðurland?
Norðurland hefur uppá margt að bjóða og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Náttúran er stórkostleg, afþreyingin fjölbreytt, maturinn góður og fólkið vingjarnlegt. Hægt er að keyra eftir hinum venjulega hringvegi eða fara út fyrir alfaraleið og prófa að keyra ferðamannaleiðirnar Norðurstrandarleið og Demantshringinn.
16.06.2020
Norðurland hefur uppá margt að bjóða og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Náttúran er stórkostleg, afþreyingin fjölbreytt, maturinn góður og fólkið vingjarnlegt. Hægt er að keyra eftir hinum venjulega hringvegi eða fara útfyrir alfaraleið og prófa að keyra ferðamannaleiðirnar Norðurstrandarleið og Demantshringinn.
- Hvergi er fjölbreyttara úrval baða á Íslandi en á Norðurlandi. Prófaðu að dýfa þér ofan í heitan bjór í Bjórböðunum, njóttu stórbrotna útsýnisins yfir Skjálfanda í Sjóböðunum eða upplifðu þá krafta sem búa í iðrum jarðar með heimsókn í Jarðböðin. Hér eru ekki talin upp þeir fjölmörgu valmöguleikar sem bjóðast til sundferða í hefðbundnum sundlaugum, en sumar af glæsilegustu sundlaugum landsins er að finna á Norðurlandi. Nægir þar að nefna laugina á Hofsósi sem dæmi. Einnig er hér að finna náttúrulaugar á borð við Grettislaug og falin perla er svo heitu pottarnir á Hauganesi, þar sem ofurhugar geta líka svamlað um í köldum sjónum.
- Hægt að sigla útí og heimsækja 4 mismunandi eyjur; Drangey, Grímsey, Hrísey og Flatey
- Norðurland er mekka íslenska hestsins. Að fara á hestbak er frábær afþreying og þú upplifir náttúruna og menninguna mjög sterkt. Ótal ferðir, bæði styttri og lengri, eru í boði fyrir vana og óvana. Enginn ætti að ferðast um Ísland án þess að njóta gæða íslenska hestsins í hans náttúrulega umhverfi.
- Þar er Dettifoss, aflmesti foss í Evrópu. Komdu og upplifðu kraftinn hvort sem það er að sumri til eða vetri.
- Hvalaskoðun er ein helsta afþreying ferðamanna á Norðurlandi. Við hvetjum ykkur til að fara um borð í bát, sigla um fallega landið okkar og njóta þess að fylgjast með villtum dýrum í sínu náttúrulega umhverfi. Sum hvalaskoðunarfyrirtæki bjóða jafnframt uppá sjóstangaveiði sem er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.
- Hægt að keyra Norðurstrandarleið, fyrstu formlegu ferðamannaleið á Íslandi. 900km meðfram strönd Norðurlands og að stórum hluta úr alfaraleið.
- Helstu náttúruperlur svæðisins er hægt að nálgast á Demantshringnum. 250km leið þar sem 5 lykilstaðir leiðarinnar eru Mývatn, Goðafoss, Húsavík, Ásbyrgi og Dettifoss.
- Heimskautsgerðið á Raufarhöfn er eitt sinnar tegundar og alveg einstakt. Komdu í heimsókn og kynntu þér söguna á bakvið þessa risavöxnu steina og hvernig þeir tengjast fornum sagnaheimi.
- Á Norðurlandi eru fjölmörg söfn og fræðasetur sem mörg hver hafa vakið verðskuldaða athygli bæði innanlands og erlendis. Upplifið einn stærsta bardaga Íslandssögunnar í gegnum sýndarveruleika á Sauðárkrók, farið um borð í bát á Síldarminjasafninu, kíkið inní einn af gömlu torfbæjunum sem hafa varðveist svo vel, mátið skóna hans Jóa risa á Dalvík. Fjölmörg skemmtileg söfn, sýningar og setur um allt Norðurland.
- Selaskoðun er frábær afþreying. Selir eru falleg og skemmtileg dýr og einstakt tækifæri að upplifa þá í sínu umhverfi. Besti staðurinn á landinu til að fara í selaskoðun er á Vatnsnesinu, til dæmis á Svalbarði.
- Miðnætursól er einn fallegasti hluti sumarsins, hún einkennir hughrif margra af íslensku sumri. Upplifið sumarsólstöður sem næst heimskautsbaugi.
- Hraunhafnartangi, nyrsti tangi landsins, er rétt um kílómeter frá heimskautsbaug. Gönguleið við allra hæfi að vitanum.
- Á Norðurland er fjöldinn allur af hinum ýmsu veitingastöðum og kaffihúsum þar sem aðaláherslan er á að matreiða fjölbreyttan mat úr fersku hráefni. Einnig er hægt er að heimsækja bændur sem bjóða uppá mat beint frá býli, bruggsmiðjur og margt fleira. Láttu mat úr héraði leika við bragðlaukana.