Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hvernig getum við stutt við íslensku í ferðaþjónustunni?

Sífellt fleiri innan ferðaþjónustunnar eru farin að velta fyrir sér hvernig hægt er að efla notkun og sýnileika íslensku innan greinarinnar og mörg eru að taka fyrstu skrefin.

Forgangsverkefni sveitarfélaga uppfærð í Áfangastaðaáætlun

Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland hefur nú verið uppfærð og birt á vef MN, en hún byggir á fyrri útgáfu, þar sem lagður var grunnur að stefnu um þróun ferðaþjónustu á Norðurlandi og skilgreiningu lykilverkefna. Í þessari útgáfu hafa talnagögn verið uppfærð, sem og verkefnastaða. Einnig er lagður fram listi yfir forgangsverkefni sveitarfélaga.

Þrístapar tilnefndir sem staður ársins

Áfangastaðurinn Þrístapar í Vatnsdal í Húnavatnssýslu eftir Gagarín, Landslag og Harry Jóhannsson er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024.

Vinnufundur um áfangastaðaáætlun Norðurhjara

Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Norðurlands unnið að áfangastaðaáætlun fyrir Norðurhjarasvæðið. Markmið verkefnisins er að móta sameiginlega sýn svæðisins fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu.

Nýr verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar

Elín Aradóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands, en starfið var auglýst í sumar. Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Hún kemur til starfa hjá MN um miðjan september.

Samtal um aðgerðaáætlun ferðamála til 2030 - fundir 14. og 15. febrúar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra býður til opinna umræðu- og kynningarfunda um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Fundirnir eru haldnir víðs vegar á landinu og má sjá dagskrá hér fyrir neðan. Fyrstu viðkomustaðir í hringferð ráðherra er Akureyri og Sauðárkrókur.

Gistinóttum í júní fjölgar og herbergi betur nýtt

Aldrei hafa skráðar gistinætur á hótelum verið fleiri í júní á Norðurlandi en á þessu ári. Alls voru þær 54.236, sem er 8% fjölgun frá síðasta ári.

Vinna við aðgerðaáætlun ferðaþjónustunnar hafin

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri MN, verður formaður eins starfshóps af sjö sem falið er að vinna tillögur að aðgerðaáætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030.

Áfangastaðaáætlun uppfærð

Búið er að uppfæra Áfangastaðaáætlun Norðurlands fyrir árin 2021-2023.

Framtíð ferðaþjónustu í Hörgársveit

Miðvikudaginn 26. október, kl 17, verður Hörgársveit með fund um framtíð ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Þar mæta einnig fulltrúar Markaðsstofu Norðurlands.

Áfangastaðaáætlun 2021-2023 er komin út

Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, sem gildir frá 2021-2023 hefur nú verið gefin út og má skoða hana hér á vefnum.

Upptaka frá kynningu á áfangastaðaáætlun

Fimmtudaginn 15. nóvember hélt ferðamálastofu kynningarfund um áfangastaðaáætlanir landshluta. Björn H. Reynisson, verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar Norðurlands, kynnti afrakstur sinnar vinnu en sem kunnugt er var áætlunin birt hér á vefnum í júlí síðastliðnum