Upptaka og kynningar frá Flugi til framtíðar
Hér að má sjá dagskrá ráðstefnunnar, þar sem hægt er að smella á hlekki til að skoða glærukynningar. Upptöku frá fundinum má einnig sjá hér neðar í færslunni.
20.11.2024
Ráðstefnan Flug til framtíðar var haldin mánudaginn 18. nóvember í Hofi á Akureyri, þar sem rætt var um Norðurland sem áfangastað og tækifærin sem beint millilandaflug til Akureyrar fela í sér. Sömuleiðis var rætt um uppbyggingu flugvallarins og efnahagsleg áhrif millilandaflugs. Hér að neðan má sjá dagskrá ráðstefnunnar, þar sem hægt er að smella á hlekki til að skoða glærukynningar. Upptöku frá fundinum má einnig sjá hér neðar í færslunni.
Dagskrá:
Ráðstefnan hefst á ávarpi frá Lilju Dögg Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála.
Í fyrri hluta ráðstefnunnar, sem fór fram á ensku, var fjallað um þróun áfangastaðarins og þau tækifæri sem opnast á erlendum mörkuðum með beinu millilandaflugi.
- Wietse Dijkstra, Product- and destination-developer in Arctic Tourism - Opna glærur
- Chris Hagan, UK representative for Visit North Iceland - Opna glærur
- Clive Stacey, Managing Director at Discover the World - Opna glærur
- Andrea Godfey, Head of Regent Holidays - Opna glærur
Einnig komu skilaboð frá easyJet um árangurinn fyrsta árið:
Í seinni hluta ráðstefnunnar, sem fram fór á íslensku, var fjallað um uppbyggingu flugvallarins og hvaða áhrif beint millilandaflug hefur á fyrirtæki og samfélag.
- Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar
- Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvellir ehf - Opna glærur
- Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri -- Opna glærur