Akureyrarkirkja
Akureyrarkirkja var vígð árið 1940. Kirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins. Í kirkjunni er meðal annars mjög sérstakur gluggi en lengi var talið að hann hafi upphaflega verið í dómkirkjunni í Coventry. Líklegra er þó að hann sé úr kirkju í Lundúnum eins og síðar rannsóknir hafa leitt í ljós.
Á svölum kirkjuskipsins eru lágmyndir eftir Ásmund Sveinsson. Skírnarfontur kirkjunnar er gerður eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsens.
Sumaropnun:
15. maí – 14. júní: 10-16
15. júní – 15. ágúst: 10-19 (mánudaga – fimmtudaga, föstudaga opið til 16)
Nánast undantekningarlaust er kirkjan lokuð þegar athafnireru í henni.
Vetraropnun:
16. ágúst – 15. september: 10-16
16. september – 14. maí: 10-15
Nánast undantekningarlaust er kirkjan lokuð þegar athafnireru í henni.
ATH!
Athygli skal vakin á því að kirkjan er lokuð þegar útfarir eða aðrar athafnir fara fram og er það auglýst sérstaklega á kirkjudyrunum.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að skoða heimasíðu kirkjunnar akureyrarkirkja.is eða hafa samband í síma 462 7700 eða á netfangið akirkja@akirkja.is.