Á skíðum skemmti ég mér - stóra Norðlenska skíðaferðin er afstaðin
Markaðsstofa Norðurlands ásamt skíðasvæðunum á Norðurlandi buðu 40 ferðaþjónustuaðilum í 5x skíðaferð í gegnum verkefnið Ski Iceland. Fimmtudaginn 7. apríl fóru 40 aðilar sem tengjast ferðaþjónustu beint og óbeint að skoða og prófa skíðasvæðin á Norðurlandi og tókst það vel til. Skíðað var á 3 svæðum, Akureyri, Siglufirði og Sauðárkrók. Aðstæður voru ágætar og samstarf skíðasvæða á Norðurlandi stóð fyrir sínu. Sérstakar vörur eru til sölu hjá skíðasvæðunum sem innifela passa sem virka á öllum svæðunum og svo er einnig hægt að leigja búnað og skila á hvað svæði sem er. Það er ekki seinna vænna en að skella sér á skíði þennan veturinn.
www.skiiceland.is hér er hægt að fylgjast með skíðasvæðunum á Norðurlandi