Flug til framtíðar
Haustráðstefna Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasans Air 66N
Hofi Akureyri, mánudaginn 18. nóvember kl. 13:00-16:00
Dagskrá:
Ráðstefnan hefst á ávarpi frá Lilju Dögg Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála.
Í fyrri hluta ráðstefnunnar, sem fer fram á ensku, verður fjallað um þróun áfangastaðarins og þau tækifæri sem opnast á erlendum mörkuðum með beinu millilandaflugi. Meðal þeirra sem taka til máls eru:
- Wietse Dijkstra, Product- and destination-developer in Arctic Tourism
- Chris Hagan, UK representative for Visit North Iceland
- Clive Stacey, Managing Director at Discover the World
- Andrea Godfrey, Head of Regent Holidays
Einnig koma skilaboð frá easyJet um árangurinn sem náðist á þeirra fyrsta ári með flug til Akureyrar frá London.
Í seinni hluta ráðstefnunnar, sem fram fer á íslensku, verður fjallað um uppbyggingu flugvallarins og hvaða áhrif beint millilandaflug hefur á fyrirtæki og samfélag. Þau sem taka til máls eru:
- Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar
- Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvellir ehf
- Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri
Í lokin mun Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, stýra pallborðsumræðum. Í pallborðinu munu sitja fulltrúar stærri framboða í Norðausturkjördæmi.
Fundarstjóri er Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdatjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Fylltu út formið hér að neðan til að skrá þig á ráðstefnuna.