Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Leiguflug frá Sviss til Akureyrar hafin að nýju

    Flugvél á vegum svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki lenti á Akureyrarflugvelli um síðustu helgi, í beinu flugi frá Zurich í Sviss. Flogið verður vikulega á sunnudögum næstu sex vikurnar, en þetta er annað árið í röð sem boðið er upp á vetrarferðir til Akureyrar frá þessari stærstu borg Sviss.
    Flugvél á vegum svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki lenti á Akureyrarflugvelli um síðustu helgi, í beinu flugi frá Zurich í Sviss. Flogið verður vikulega á sunnudögum næstu sex vikurnar, en þetta er annað árið í röð sem boðið er upp á vetrarferðir til Akureyrar frá þessari stærstu borg Sviss.
     
    Flugferðir Kontiki eru frábær viðbót í stækkandi flóru flugferða beint til Akureyrar að vetrarlagi. Um er að ræða leiguflug sem eru með svipuðu sniði og flug á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel, sem hófust árið 2019.
     
    Samtal Flugklasans við Kontiki hófst árið 2018, en meiri skriður komst á málin árið 2022. Nú er þetta orðið að veruleika og svissneskir ferðamenn eiga auðveldara með að kynnast Norðurlandi að vetri til, og njóta þess sem vetrarferðaþjónusta á svæðinu snýst um. Ferðirnar gengu vel á síðasta ári og almenn ánægja var bæði meðal ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi og hjá viðskiptavinum Kontiki.
     
    Það er flugfélagið Edelweiss sem framkvæmir flugið fyrir Kontiki, en Edelweiss býður einnig upp á áætlunarflug í sumar - sjá hér.