Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fjöldi funda framundan fyrir meðlimi MN

Næstu vikurnarnar eru fjölmargir fundir á dagskrá fyrir meðlimi í Markaðsstofu Norðurlands.
Borgarvirki
Borgarvirki

Næstu vikurnarnar eru fjölmargir fundir á dagskrá fyrir meðlimi í Markaðsstofu Norðurlands.

Ör-fundir Norðurstrandarleiðar

Fyrst ber að nefna ör-fundi fyrir meðlimi Norðurstrandarleiðar, en þeir verða allir fjarfundir á Teams. Katrín Harðardóttir, verkefnastjóri Norðurstrandarleiðar, verður með þrjá fundi þar sem hún fer yfir ýmsa þætti sem snúa að markaðssetningu.

  • 15.mars, kl. 9:00 – 9:30: Notkun á vörumerkjahandbók Norðurstrandarleiðar
  • 17. mars, kl. 9:00 – 9:30: Myndir og textar
  • 22. mars, kl. 9:00 – 9:30: Samfélagsmiðlar

Smelltu hér til að skrá þig.

Vinnufundaröð MN

Í lok mars og byrjun apríl, verður svo vinnufundaröð um allt Norðurland. Tilgangur fundanna er að efla samstarf á milli ferðaþjónustuaðila og útbúa hugmyndir að pökkum til þess að ýta undir ferðaþjónustu á svæðinu allan ársins hring. Auk þess verður rætt um þau áhrif sem reglulegt millilandaflug getur haft og möguleikana sem því fylgir. Að lokum verður farið í grunnatriði markaðssetningar á samfélagsmiðlum og hvað hafa þarf í huga við notkun þeirra.

Þessir fundir hafa í tvígang verið auglýstir áður en vegna Covid-19 heimsfaraldurs þurfti að fresta þeim í bæði skipti.

Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum og tímum. Nánari staðsetningar verða auglýstar þegar nær dregur.

  • 28. mars, kl. 10:00 – 12:00 á Akureyri
    28. mars, kl. 14:00 – 16:00 í Mývatnssveit
  • 29. mars, kl. 10:00 – 12:00 á Húsavík
    29. mars, kl. 17:00 – 19:00 á Þórshöfn
  • 4. apríl, kl. 10:00 – 12:00 á Sauðárkróki - Aflýst
    4. apríl, kl. 17:00 – 19:00 á Hvammstanga - Aflýst
  • 6. apríl, kl. 15:00-17:00 á Ólafsfirði
  • 7. apríl, kl. 16:30 – 18:30 á Skagaströnd - Aflýst

Smelltu hér til að skrá þig á fund.