Fréttaskot í febrúar
Það má með sanni segja að janúar hafi verið mánuður ferðasýninganna, þar sem bæði Mannamót og Mid-Atlantic voru áberandi, svo eitthvað sé nefnt. Í myndbandinu hér að neðan fer Halldór Óli Kjartansson betur yfir hvað bar hæst á þessum sýningum og þann greinilega og mikla áhuga sem erlendar ferðaskrifstofur sýna Norðurlandi.
Á undanförnum vikum hafa þau Arnheiður Jóhannsdóttir og Björn H. Reynisson farið yfir Norðurland og boðið öllum sem vilja að koma til fundar við sig ræða það sem helst á hverjum og einum brennur, í svokölluðum viðtalstímum. Viðtökurnar við þessum fundum voru afar góðar og ljóst að þetta verður endurtekið síðar.
Í dag, 16. febrúar, er síðasti dagur til að skila inn athugasemdum eða tillögum að breytingum fyrir North Iceland Official Tourist Guide sem verður gefinn út í maí. Strax í næstu viku hefst vinnan við að uppfæra upplýsingarnar í bókinni og því er það afar mikilvægt að samstarfsfyrirtæki okkar fari yfir sína skráningu í bókinni og sendi inn leiðréttingar ef einhverjar eru. Hægt er að senda á netfangið rognvaldur@nordurland.is