Málstofa í Hofi um ábyrga ferðaþjónustu
Í tengslum við verkefnið „Ábyrg ferðaþjónusta" verður haldin málstofa í Hamraborg í Hofi þann 8. september næstkomandi, klukkan 14-16. Málstofan er haldin í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, en að verkefninu standa FESTA og Íslenski ferðaklasinn. Málstofan er fyrir alla þá sem hafa eitthvað með þróun og uppbyggingu ferðaþjónustu að gera, hvort sem það eru fyrirtæki, íbúar, menntastofnanir eða opinberir aðilar.
Dagskrá:
Ávarp frá Unni Valborgu Hilmarsdóttur, formanns Ferðamálaráðs Íslands og Markaðsstofu Norðurlands
Erindi:
Greining á beinum opinberum tekjum og gjöldum, Haraldur Ingi Birgisson, Deloitte.
Frá sjónarhóli íbúa - Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Rannsóknarmiðstöð ferðamála.
Áhrif ferðaþjónustu í nærsamfélagi - Róbert Guðfinnsson, Siglufirði
Samantekt og lokaorð - Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.