Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðssetning og samfélagsmiðlar - námskeið

Markaðsstofa Norðurlands heldur í næstu viku námskeið þar sem fjallað verður um markaðssetningu á samfélagsmiðlum og öðrum stafrænum miðlum. Námskeiðið verður haldið á Greifanum, fimmtudaginn 19. október og verður frá 11-14. Þátttökugjald er 5.900 krónur og innifalið í því er hádegismatur.

Markaðssetning og samfélagsmiðlar - námskeið

Markaðsstofa Norðurlands heldur í næstu viku námskeið þar sem fjallað verður um markaðssetningu á samfélagsmiðlum og öðrum stafrænum miðlum.
Námskeiðið verður haldið á Greifanum, fimmtudaginn 19. október og verður frá 11-14. Þátttökugjald er 5.900 krónur og innifalið í því er hádegismatur.

Hægt er að skrá sig með því að smella hér https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/skraning-a-namskeid-markadssetning-a-netinu.

Kennari er Sverrir Helgason frá WebMo, en nánari kynningu á honum má lesa neðst í póstinum.

Dagskrá:

1. Yfirferð á tölfræði frá Facebook á Íslandi
Skiptingu notenda, þ.e. skiptingu aldurs, kyns, hvenær viðkomandi eru mest tengdir, hvernig þau nota miðilinn og á hvaða tækjum.

2. "Do's and don'ts"
Hvað eru fyrirtæki að gera gott og slæmt á Facebook eru að  í dag, og hvernig má bæta uppsetninguna og áframhaldandi vinnu með réttri grunnvinnu og skipulagi.

3. Markhópar, samsetning þeirra og leiðir til að búa þá til (Facebook pixel, custom audiences, lookalike audiences.)

4. Allar leiðir til markaðssetningar á FB dregnar fram, en aukin fókus á þær sem skipa þennan hóp eflaust mestu máli (Brand awareness, lead generation, engagement.)

5. Spurningar og svör úr Facebook hlutanum.

6. Google Display network sem auglýsingamiðill
Fjallað um Google vefbirtirinn, þar sem hægt er að nota vefborða og myndbönd, mismunandi markmið fyrir mismunandi áherslur og samtengingu markhópa úr Google herferð og Facebook.

Kennari:

Sverrir Helgason, sem leiðir sölu og markaðssetningu hjá WebMo Design, ásamt því að stýra verkefnum tengdum samfélagsmiðlum og birtingum fyrir núverandi og nýja viðskiptavini.

Sverrir er með mikla reynslu af stafrænum herferðum frá bæði Íslandi og Ítalíu, en

hann kláraði BSc í viðskiptafræði hjá Hí en tók lokaárið sitt í Bocconi háskóla í Milano.

Í framhaldi háskólanáms hóf hann störf hjá DOING, stóru alþjóðlegu fyrirtæki sem sérhæfir sig

í stafrænni markaðssetningu, samfélagsmiðlum og áhrifavöldum (e. Influencer marketing).

Hjá DOING sá Sverrir um herferðasköpun, textaskrif og umsjón í verkefnum fyrir stóra alþjóðlega aðila á borð við Burn Energy og Minute Maid (Coca-Cola Europe), SDF group, OZ Racing og Bosch IT.

Verkefnin á Ítalíu voru jafn misjöfn og þau voru mörg, en birtingar herferðannar voru ýmist á

Facebook, Youtube, Instagram, LinkedIn og Google Ads.

Árið 2015 flutti Sverrir heim til Íslands þar sem hann stýrði markaðsmálum fyrir nýsköpunarfyrirtækið Fanaments þangað til hann hóf störf hjá auglýsingastofunni Árnasynir þar sem hann stýrði ráðgjöf í kringum stafræna markaðssetningu.