Norðurstrandarleið fær styrki úr uppbyggingarsjóðum
Verkefnið Norðurstrandarleið - Arctic Coast Way fékk á dögunum tvo peningastyrki, annars vegar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra sem Eyþing heldur utan um og hins vegar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Vestra sem SSNV heldur utan um. Þetta styrkir starfsemi verkefnisins til muna og styður við þróun þess. Fjármagnið verður nýtt til þess að vinna í öllum þáttum verkefnisins, sem eru þróun á upplifunum, greining innviða og markaðssetning bæði innanlands sem utan. Markaðsstofan er þakklát fyrir þann stuðning sem verkefnið hefur fengið, sem gefur góðan grunn til þess að halda þróun þess áfram.
Áætlað er að formleg opnun Norðurstrandarleiðar verði þann 8. júní 2019, en á þessu ári verið lögð áhersla á þróun upplifanna í samstarfi við Blue Sail og þau fyrirtæki á svæðinu sem vilja taka þátt í verkefninu.