Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Nýtt kynningarmyndband fyrir Norðurland

Í sumar hefur Markaðsstofan unnið hörðum höndum að því að setja saman kynningarmyndband um Norðurland, sem sýnir allt það helsta sem er í boði í ferðaþjónustu í landshlutanum. Myndbandið var unnið í samstarfi við Tjarnargötuna og fyrirtæki á Norðurlandi.

Í sumar hefur Markaðsstofan unnið hörðum höndum að því að setja saman kynningarmyndband um Norðurland, sem sýnir allt það helsta sem er í boði í ferðaþjónustu í landshlutanum. Myndbandið var unnið í samstarfi við Tjarnargötuna og fyrirtæki á Norðurlandi.

Markmiðin með myndbandinu eru margþætt, en aðalmarkmiðið er að sýna það hversu margt er hægt að gera hér, sjá og upplifa. Þetta er í takt við ímyndarbæklinginn sem Markaðsstofan gaf út í byrjun ársins, þar sem áhersla er lögð á fjölbreytileika landshlutans en um leið eru lykilatriði dregin fram.  Innviðir eru heilt yfir mjög góðir, möguleikar í gistingu miklir og úrval veitingastaða í landshlutanum er gríðarlegt.  Með myndbandinu vill Markaðsstofan sýna það enn betur en áður og undirstrika að Norðurland er eftirsóknarverður áfangastaður.

Myndbandið er komið inn bæði á Facebook og Youtube, auk þess sem styttra brot er komið inn á Instagram. Við hvetjum alla til þess að deila þessu myndbandi á sínum samfélagsmiðlum og nota það til að kynna landshlutann í sínu markaðsstarfi.