Önnur áfangaskýrsla um Norðurstrandarleið komin út
Margt hefur gerst í verkefninu Arctic Coast Way, sem nú ber einnig íslenska heitið Norðurstrandarleið, síðan verkefnastjórnin sendi frá sér síðustu skýrslu um verkefnið í mars síðastliðnum. Verkefnið fer sístækkandi og athyglin sem það fær og áhuginn eykst sömuleiðis.
Verkefnastjórnin er mjög glöð og ánægð með að sjá hve jákvæð viðbrögð þetta verkefni hefur fengið frá sveitarfélögum, meðlimum í verkefninu og öðrum í ferðaþjónustu á öllum þeim svæðum sem Norðurstrandarleið fer um. 17 sveitarfélög er nú tengd verkefninu. Það gæti virst sem mikil áskorun að takast á við verkefni af slíkri stærðargráðu en kostir verkefnisins vega þyngra en áskoranirnar. Skuldbinding sveitarfélaganna gefur verkefninu aukinn kraft.
Það mun taka tíma að útfæra verkefnið á réttan hátt og það er ekki eitthvað sem verkefnastjórnin og Markaðsstofan getur ekki gert ein síns liðs. Allt verkefnið snýst um að þróunarferlið sé líflegt og unnið í nánu samstarfi við yfirvöld, samfélög, ferðaþjónustuaðila og heimafólk. Brátt líður að því að haldnir verða svæðisfundir til að safna athugasemdum um skipulagningu innviða, og við metum samstarfið mikils.
Hér má lesa aðra áfangaskýrslu Norðurstrandarleiðar, sem gefin er út á ensku.