Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Uppskeruhátíð MN 2017

Skráning er hafin á uppskeruhátíð Markaðsstofu Norðurlands. Hátíðin mun fara fram 26. október næstkomandi í Mývatnssveit. Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð.

Skráning er hafin á uppskeruhátíð Markaðsstofu Norðurlands.

Hátíðin mun fara fram 26. október næstkomandi í Mývatnssveit.  Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð.

Skráningarfrestur rennur út 16. október næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá tilboðum í gistingu á svæðinu. 

Uppskeruhátíðin eru einungis fyrir samstarfsfyrirtæki MN. Kostnaðu er 7.000kr per einstakling. Inn í gjaldinu er ferðalag dagsins, matur og drykkur að undanskildum drykkjum á lokahófi. Skráningargjald er innheimt 17. október og er ekki endurgreitt eftir það.  

Ferðin hefst við Hof á Akureyri og er lagt af stað stundvíslega klukkan 08:30.

Fyrir þá sem gista þá leggur rútan af stað klukkan 09:30, 27. október. Þeir sem óska þess að fara heim þá hefur venjan verið að rúta fari til baka um klukkan 01:00 eftir dansleik.

Skráning fer fram á þessari síðu: www.nordurland.is/uppskera

Tilboð á gistingu:
Sel Hótel - Single eða Double herbergi á 10.000 kr. með morgunmat. myvatn@myvatn.is 

Hótel Laxá - Single 9.000kr og Double 14.000 kr. með morgunmat. hotellaxa@hotellaxa.is

Fosshótel Mývatn - Single 11.000 kr. og Double 14.500 kr. með morgunmat.
myvatn@fosshotel.is